Kominn í helgarfrí.
Jæja þá er maður loksins kominn í helgarfrí. Ingunn kemur í kvöld og verður hjá mér um helgina svo verður bara slappað af og haft það gott. Við munum að sjálfsögðu horfa á Eurovision annað kvöld og vona að Íslandi gangi sem best þar en ekkert annað svona spes planað fyrir helgina. Ég verð svo að vinna næstu viku en er síðan kominn í 9 daga frí ( helgin, 5 daga sumarfrí og helgin þar á eftir ). Ætla að nota þann tíma til þess að fara í björgina og halda mér ferskum andlega séð.
Bið að heilsa í bili.
Kveðja
Emil