Tryllirinn hefur sent KRAFT bréf þess efnis að hann sé hættur keppni þar. WPC og ÍFK eru að gera miklu betri hluti og eru ekki að kúga sína félagsmenn. Framtíðin er þeirra og fortíðin er KRAFT.
Tryllirinn hlakkar til að keppa á jákvæðu nótunum hjá fötluðum, wpc eða ífk í framtíðinni.
Jákvætt sport, gott sport !!!
18. maí 2008
|
Emil Ólafsson |
Umræðan |
Engin ummæli
Þetta er búinn að vera rólegur sunnudagur. Það var sofið út og vaknaði ég frekar seint eða kl 14.20 er búinn að vera síðan þá í heimsókn heima hjá Alvildu ásamt Ingunni. Hún fer með rútunni heim klukkan hálf átta enda vinna hjá okkur báðum á morgun.
Ég verð að vinna aukavakt á morgun í vinnunni þannig að ég fer ekki í Björgina á morgun. Það verður samt að passa skjóðuna að hún fari ekki yfir 120 kg en ég fer ekki á æfingu á morgun, fer á miðvikudaginn í staðinn. Verð að passa mig að ofgera mér ekki því að mér hættir til að fara of hratt í hlutina og síðan springur allt í höndunum á manni og maður fer alveg niður í svaka þunglyndi og allt ónýtt !!!!!
Það er kjúklingaréttur með baunum og hrísgrjónum í matinn hjá Alvildu í kvöld. Svona matur gefur kraft og er góður fyrir línurnar. Síðan er ég duglegur að drekka vatn og topp / kristal maður sér fljótt mun á því.
Ég ætla að segja ykkur frá ónefndri manneskju sem ég talaði við í gær. Hún sagði að útaf því að ég hefði verið á geðdeild þá væri ég geðveikur !!!!! Og líka að ég væri alltaf að dópa !!!! Ég sagði við hana nú ??? Hvenær á ég að hafa verið að dópa …. Nú með lyfjunum sem læknarnir láta þig hafa. Ég útskýrði fyrir þessari fávísu manneskju að maður væri ekki settur á lyf nema að læknarnir teldu ástæðu til…..
Síðan hélt hún áfram og sagði að ég væri athyglissjúkur af því að ég hefði verið að skera mig til þess að fá athygli og komast inn á geðdeild sem síðan leiddi það af sér að allir yrðu pirraðir á mér. Ég benti henni aftur á að það gerði enginn svona viljandi og ég leitaði mér þó hjálpar annað en hún sjálf ( sem hún þarf vissulega á að halda, en ég ætla ekki að rekja þá sögu hér ).
Það er bara þannig að það er ekki hægt að hjálpa þeim sem ekki vilja hjálp og þessi ákveðna manneskja er alveg blind á það að kannski þurfi hún sjálf að hitta geðlækni og að maður þurfi ekki endilega að teljast “geðveikur” ef maður hittir lækni og reynir að verða sér út um hjálp hjá fagaðilum.
Svo mörg voru þau orð.
Guð blessi ykkur öll og hafið góða viku.
Með kveðju
Emil
18. maí 2008
|
Emil Ólafsson |
Umræðan, Geðveiki, Dósasel, Heilbrigði |
3 ummæli