Emil bloggar

Það sem ekki drepur þig, gerir þig aðeins sterkari.

Skemmtileg skírnarveisla.

Ég skrapp ásamt Ingunni í skemmtilega skírnarveislu hjá Braga bróður hennar í höfuðstaðnum í dag. Hitti meðal annars þar Þórhall bróður hennar sem spilar með Víkingum í fyrstu deildinni og pabba hennar sem býr á Akureyri, bara helvíti skemmtilegur kall !!!

Litli frændi hennar Ingunnar var skírður Hinrik Huldar Bragasson og það var fullt af fólki í veislunni en haldiði ekki að ég hafi borðað aðeins yfir mig af veitingunum ehemm ….. fékk sykursjokk og var hálf sofandi eftir það í rútunni á leiðinni heim og þurfti að leggja mig í tvo tíma eftir heimkomuna til þess að jafna mig. Það kemur fyrir besta fólk að lenda í því að borða of mikinn sykur.

En að öðru, ég verð að vinna aukavakt í vinnunni á mánudaginn þannig að ég verð kannski að æfa á morgun því að það er nokkuð ljós að ég mun ekki hafa kraft í það á mánudaginn. Núna í kvöld er ég bara að slappa af heima hjá Alvildu og spila við Ali í Euro 2008 leiknum í playstation 2, fyrsti leikurinn er búinn og vann ég hann 4-2 með Englandi á móti Frakklandi.

Annars er ekkert mikið að frétta af mér, Ingunn er hjá mér núna um helgina og fer síðan heim á morgun. Hún er dugleg í vinnunni og verður í sumarfríi í Júní, en ég fæ bara eina viku í sumarfrí því að ég byrjaði svo seint að vinna í Dósaseli ( Í Janúar ). Ég Verð í sumarfríi frá 2 - 8 Júní ætla að nota þann tíma til þess að æfa og slappa af, reikna með því að Ingunn verði hjá mér þá.

Hafið það sem best kæru vinir.

Með kveðju

Tryllirinn

17. maí 2008 | Emil Ólafsson | Umræðan, Fjölskyldan, Dósasel | 4 ummæli