Smá harðsperrur.
Kallinn er með smá harðsperrur síðan í gær, en þær munu hverfa um leið og við Rocky förum út að labba á eftir. Það er síðan önnur æfing á morgun og svo helgarfrí ( göngutúrar um helgina ). Tryllirinn er ekki alveg ákveðinn hvort hann verður í 125 kg flokknum eða súpernum ( 125+ ) …..
Teygjutvisterinn vill hafa Tryllirinn 100 kg og að það verði tekin 100 kg í bekk þannig. Hver veit nema að það verði ??? Skjóðan er allavega búin að minnka töluvert síðan hún var 148 kg árið 2004-2005 og kallinn nánast óþekkjanlegur miðað við myndir sem eru til. Það er til mynd frá Héðinsmótinu 2004 þar sem kallinn er 137 kg rúm….
Hérna er Tryllirinn árið 2004 um 137 kg á Héðinsmótinu á Ólafsvík.
Hérna er svo Tryllirinn á Sterkasti Fatlaði Maður Heims árið 2006
Hérna er svo Tryllirinn á Sterkasti Fatlaði Maður Heims árið 2007 um 130 - 132 kg
Hérna er Tryllirinn að jafnhatta 65 kg á Sterkasti Fatlaði Maður Heims 2007
Hérna er svo skjóðan á mynd tekinni í kvöld 119,6 kg :)
Hér er svo að lokum mynd af bakinu einnig tekin í kvöld.
Hvernig líst ykkur á umbreytinguna á kallinum ????