Emil bloggar

Það sem ekki drepur þig, gerir þig aðeins sterkari.

Geggjað veður.

Ég fór í vinnuna í morgun og það var nóg að gera. Ég var alveg eiturhress það var mjög gaman í vinnunni í dag. Síðan fór ég í Björgina og hitti fólkið þar og spilaði spurningarspilið Meistarann, en vann ekki í þetta sinn.

Rétt um hálf fjögur leytið skrapp ég út í banka og tók út pening fyrir mánaðarkorti í MASSA, síðan var skroppið í 10-11 og keypti þar 2 banana og einhverja lúxus bacon samloku. Tók síðan strætó út í MASSA og verslaði kortið þar og át kræsingarnar áður en ég byrjaði að æfa.

Ég vigtaðist 119,6 kg og byrjaði á því að taka 10 mínútur á göngubretti og púlsinn var á bilinu 87 - 90 sem er mjög gott. Að upphitun lokinni þá fór ég í hnébeygju með 40 kg með 15 endurtekningar 3 sett, það tók soldið á þegar ég var kominn yfir 7 endurtekningar og leynir rosalega á sér þótt að þyngdin sé ekki mikil.

Síðan fór ég á hallandi bekk með 12,5 kg í hvora hendi og gerði 12 endurtekningar 3 sett. Næst á dagskránni var Stiff réttstöðulyfta en eitthvað gekk illa að framkvæma hana þannig að ég breytti til og tók bara venjulega réttstöðulyftu þar sem ég hitaði upp með 70 kg 5 sinnum, fór síðan í 100 kg 5 endurtekningar 5 sett ( 25 lyftur í það heila ). Ég endaði síðan á því að halda 70 kg í frontgripi en entist bara í 22 sekúndur enda langt síðan ég hef æft greipina.

Þetta var nóg sem fyrsta æfing og tók töluvert á. Næsta æfing er á föstudaginn og síðan helgarfrí :) Einhversstaðar verður maður jú að byrja og þótt að þetta séu ekki hrikalegar tölur þá er málið að ofgera sér ekki í byrjun.

Bergþóra : Ástarmálin ganga bara vel þakka þér :) Ég og Ingunn erum saman og gengur ágætlega :)

Kveðja

Emil

14. maí 2008 | Emil Ólafsson | Umræðan, Kraftlyftingar, Dósasel | 3 ummæli