Annar í hvítasunnu.
Þá er kominn annar í hvítsunnu og maður svaf náttúrlega út ( vaknaði um tvö leytið ). Þetta er búin að vera fín helgi og mér finnst að ég sé að komast á rétt ról í lífinu eftir spítalavistina. Ég fer síðan í MASSA á miðvikudaginn og versla mér mánaðarkort þar og byrja að æfa eftir prógramminu frá Tvisternum.
Síðan fer ég að byrja að mála á striga á morgun líka í Björginni hlakka til að prófa það. Það er góð kona sem vinnur í Björginni sem aðstoðar okkur við þetta. Einhvernveginn þá hefur það vaxið mér í augum að mála en ég ákvað að telja í mig kjark og reyna allavega. Það verður spennandi að að sjá hvernig þetta gengur.
Á morgun verður hálftíma til klukkutíma göngutúr og síðan á miðvikudaginn þá verður smá æfing :
Hnébeygja: 3×15reps Byrja í 40kg, þyngja um 5kg á viku
Hallandi bekkur með handlóðum: 3×12reps Byrja á 12.5kg, þyngja um 2.5kg á viku
Stiff dedd: 3×8reps Byrja á 70kg, þyngja um 5kg á viku
Róður með handlóðum: 3×12reps Byrja á 20kg, þyngja um 2.5kg á viku
Það borgar sig að byrja ekki of geyst svo að maður gefist ekki upp en þetta er allt útpælt og ég ætti að vera kominn í toppstyrk á réttum tíma :)
Ég fékk góða svínasteik með puru í gær, tungan er komin í svona 90 % lag og maður er farinn að geta borðað almennilega aftur. Veit ekki alveg hvað skjóðan er þung en það kemur bara í ljós á miðvikudaginn þegar ég fer á æfingu í MASSA.
Bið að heilsa ykkur í bili elskurnar.
Með páverkveðju
Emil