Emil bloggar

Það sem ekki drepur þig, gerir þig aðeins sterkari.

Leik Keflavík og Vals lokið.


Ég fór með Ingunni, Begga Túrbó og Önnu á leik Keflavíkur og Vals í dag. Leikurinn byrjaði ekki Vel fyrir okkur Valsmenn og vorum við komnir tveimur mörkum undir eftir aðeins 6 mínútna leik og vörnin hriplek í byrjun. Hans Mathisen skoraði fyrra markið og Símun Samuelsen seinna markið.

Það þýddi að sjálfsögðu ekki að gefast upp og áður en varði þá tókum við öll völd á vellinum og áttum eitt mjög gott skot sem markvörður Keflavíkur varði og lenti sjálfur inn í markinu en bjargaði sjálfur í horn. Valsmenn áttu eitt færi í viðbót en klaufaskapur inn í teig og staðan í hálfleik Keflavík 2 Valur 0.

Seinni hálfleikur byrjaði eins og sá fyrri Valsmenn sóttu en Keflvíkingar áttu sín færi og fengu vítaspyrnu sem þeir fengu gegn gangi leiksins og Kristinn Jakobsson dómari var ekki samkvæmur sjálfum sér í dómum og á liðin og dæmdi heimaliðinu meira í hag. Úr vítaspyrnunni skoraði síðan Guðmundur Steinarsson.

Kenneth Gustafsson skoraði sjálfsmark og staðan orðin 3-1 fyrir Keflavík. Guðmundur Steinarsson skorar síðan 4-1 eftir sendingu inn fyrir vörn Vals en var klárlega rangstæður og það sauð upp úr hjá stuðningsmönnum Vals og þar sem ég sat í stuðningsmannahópi Vals þá fékk ég næstum kókflösku í hausinn, fann þegar hún flaug rétt yfir hausinn og strauk á mér hárið og lenti síðan rétt frá slökum línuverði leiksins og eftir það var öryggisgæslan hert verulega.

Hafþór Ægir minnkaði síðan muninn í 5-2 á 86 mínútu og Bjarni Ólafur í 5-3 á 89 mínútu en á 92 mínútu fékk Hafþór Ægir að líta rauða spjaldið og leikurinn endaði 5-3.

Við fórum þegar staðan var 5-1 fyrir Keflavík og um 17 mínútur eftir til þess að forðast örtröðina. Kristinn Jakobsson og línuvörðurinn umtalaði áttu ekki sinn besta dag og vona ég að næst þegar þeir dæma þá verði þeir samkvæmir sjálfum sér.

Einnig reikna ég með að Valur fái sekt fyrir framferði stuðningsmanna sem misstu stjórn á skapi sínu við fjórða mark Keflvíkinga sem var klárlega rangstöðumark en svona er bara boltinn það er ekki alltaf hægt að vinna og ljósi punkturinn í þessu öllu saman er sá að við skoruðum 3 mörk. Þótt að maður sé drullufúll að hafa tapað þessum leik þá er það ekki bara dómaranum að kenna heldur spilaði Valsliðið mjög illa í dag og átti ekki skilið að fá neitt út úr þessum leik, gengur bara betur næst !!!!!

10. maí 2008 | Emil Ólafsson | Umræðan | 5 ummæli

Sterkasti Fatlaði Maður Heims 2007

Sterkasti fatlaði maður heims 2007 verður sýndur á RÚV á morgun Hvítasunnudag klukkan 14.55 - 15.25 og hvet ég alla áhugamenn um kraftasport að horfa á skemmtilega keppni.

10. maí 2008 | Emil Ólafsson | Umræðan | 1 ummæli

Keflavík - Valur

Núna á eftir verður Keflavík - Valur í fyrstu umferð Landsbankadeildarinnar. Eins og lesendur vita eflaust að þá er ég Valsari búsettur í Keflavík og er að hugsa um að fara á leikinn. Ég spái því að þetta verði erfiður leikur en Valur taki öll þrjú stigin :

MÍN SPÁ : Keflavík-Valur=0-2

10. maí 2008 | Emil Ólafsson | Umræðan | 1 ummæli