Emil bloggar

Það sem ekki drepur þig, gerir þig aðeins sterkari.

Valsmenn óstöðvandi !!!!

Það er naumast að við Valsmenn erum óstöðvandi þessa daganna, fyrst voru færeysku meistararnir teknir í kennslustund í kórnum að mig minnir 5-2 eða 6-2, síðan framarar í lengjubikarnum 4-1 og nú síðast FH í meistarakeppninni 2-1 í kvöld. 3 dollur komnar í hús og ennþá 5 dagar í að mótið byrji. Maður getur nú ekki annað en verið sáttur við frammistöðu strákanna þessa daganna.

Vonandi að þeir standi sig svona vel þegar út í alvöruna verður komið en fyrsti leikur Vals verður einmitt í Keflavík og þann leik verður maður að mæta til að sjá hetjurnar sínar spila.

ÁFRAM VALUR !!!!!!

4. maí 2008 | Emil Ólafsson | Umræðan | 6 ummæli

Uppnefni.

Þetta hefði nú þótt saga til næsta bæjar en þegar ég hafði útskrifast af spítalanum í dag þá hitti ég góðkunningja minn og hann sagði vá hvað þú ert búinn að grennast ég kalla þig héðan í frá ” Emil granni beinagrind !!!!! ” því að honum fannst úlpan vera að detta utan af mér. Ég sagði við hann að það væri ekki skrýtið, ég hefði varla getað étið neitt undanfarnar vikur útaf tungunni …..

4. maí 2008 | Emil Ólafsson | Umræðan | 2 ummæli

Páverið.

Ég ætla að hvíla í viku og síðan byrja að grunna í Massa undir góðu prógrammi frá Fjölni Teygjutvister og passa mig á því að fara ekki of geyst. Mitt besta mót hingað til er Reykjavíkurmót fatlaðra 2006 ( 187.5 - 90 - 210 = 487.5 kg ) það var í 125+ flokki.

Á lágmarksmóti KRAFT þann 29.03.2008 tók ég 140 - 70 - 175 en fór upp með 170 í hnébeygjunni það var dæmt af 2-1 og 85 í bekk líka 2-1 og 200 hálfa leið upp, allt þetta æfingarlaus ætti að geta náð mun betri tölum með smá æfingu :)

Er að hugsa um að keppa í haust eða á Forsetamóti WPC milli jóla og nýárs og taka bætingar í öllum greinum. Bestu einstaka tölur óháð mótum eru : 187.5 kg hnébeygju, 120 kg í bekkpressu og 217.5 kg í réttstöðu eða samtals 525 kg.

Endilega koma með uppbyggileg komment hérna fyrir neðan svo !!!!

4. maí 2008 | Emil Ólafsson | Umræðan, Kraftlyftingar | 4 ummæli

Útskrifaður heim.

Þá er maður kominn heim eftir útskrift spítalanum. Er samt á ofnæmislyfjum í 2 daga í viðbót og ef þetta lagast ekki þá á ég að mæta aftur upp á spítala. Komið nóg af þessu spítaladæmi í bili finnst mér.

Ætla að reyna að mæta til vinnu á morgun vona að það takist en spurning hversu mikið maður getur áorkað í vinnunni svona til heilsunnar ??? Rocky var rosalega ánægður að sjá mig og hoppaði um að gleði og ég var líka rosalega ánægður að sjá hann greyið.

Annars er maður svona í þreyttari kantinum og fer ábyggilega snemma að sofa í kvöld. En ég verð á MSN í dag kæru vinir ef þið viljið heyra í mér.

Bið að heilsa

Með kærri kveðju

Emil

4. maí 2008 | Emil Ólafsson | Umræðan | 4 ummæli