Emil bloggar

Það sem ekki drepur þig, gerir þig aðeins sterkari.

Fékk ofnæmiskast - er á spítala !!!!

Ég fékk ofnæmiskast og var fluttur í skyndi á spítalann í Keflavík. Verð að minnsta kosti fram á morgundaginn það þarf að fylgast með þessu. Ingunn er í heimsókn hjá mér núna. Hvað sem hægt er að segja um hana þá reynist hún mér alltaf best þegar mér líður sem verst !!!!

Maður sér hverjir eru vinir manns þegar maður er veikur. Ég held að það sé best að ég og Ingunn komumst að samkomulagi og verðum saman. Af þessum stelpum sem ég hef verið með er hún skást þrátt fyrir sína veikleika.

Bið að heilsa í bili

guð blessi ykkur

Kveðja

Emil

2. maí 2008 | Emil Ólafsson | Umræðan, Heilbrigði | 3 ummæli

mikið að gerast.

það er ýmislegt búið að gerast í mínu lífi undanfarið. Ég hætti með Ingunni af því að mér fannst það ekki ganga nógu vel að vera í svona fjar-sambandi. Ingunn var ekki mjög ánægð og sagði að ég væri asni núna.

Ég kynntist stelpu í gegnum Sæþór vin minn en hún heitir Steinunn. Ágætis stelpa og allt það en hefur átt erfitt. Hún syngur m.a. með sönghópnum Blikandi Stjörnur sem bakraddarsöngkona. Hlutirnir æxluðust þannig að hún flutti til mín og það varð samkomulag um að hún myndi borga 25.000 kr sem sinn hluta af leigunni ( 70.000 kr í heild ).

Steinunni fannst þetta þvílíkur yfirgangur og frekja ( frétti ég í kvöld ) og sagði að vegna þess að hún væri öryrki þá ætti hún svo erfitt og bla bla bla …… ég benti henni kurteisislega að lífið væri ekki auðvelt og hvort sem ég notaði íbúðina eða ekki og eins þyrfti ég að borga í mat ef ég vildi ekki svelta sáru hungri.

Hún gat engann veginn séð þetta eins og ég og rauk í fússi áðan því að henni fannst ég svo ósanngjarn. Magnús Korntop vinur minn var búinn að reyna að vera sáttasemjari og ég var til í að slaka á kröfunum þannig að í staðinn fyrir að borga leigu fyrstu tvo mánuðina á meðan við værum að sjá hvort að þetta myndi ganga upp þá myndi hún borga rekstur bílsins ( sem hún á sjálf !!!! ) og sigaretturnar sjálf úr eigin vasa án hjálpar frá mér.

Hún Steinunn gat ekki séð að það væri neitt sanngjarnt við þetta…… Ég fórnaði mínu sambandi við Ingunni til þess að láta reyna á þetta og tapaði hvoru tveggja. Ég hélt að Steinunn væri betri stelpa en hún í raun reyndist vera …….

Vonandi gengur bara betur næst.

Með kveðju

Emil

2. maí 2008 | Emil Ólafsson | Umræðan | 7 ummæli