Emil bloggar

Það sem ekki drepur þig, gerir þig aðeins sterkari.

Falsspámaðurinn Korntop !!!!

korntoppurinn_me_pottlok.jpg

Magnús Korntop hinn afskiptasami ……

trulofun-emil.jpg
ingunn-trulofun.jpg

Alveg þykir mér óskiljanlegt afskiptasemi fólks og númer eitt í því er Magnús Korntop vinur minn. Honum er illa við unnustu mína sem ég var að trúlofast í gær og heldur að hann viti hvað sé best fyrir alla. Einnig lýsti hann því yfir að sambandið myndi ekki endast lengur en í viku af því að í fortíðinni þá hefði þetta gengið svona og svona og lýsti yfir hvernig hringir ættu að vera og hélt rosa ræðu ……

Þess má geta að spádómsgáfa Korntoppsins hefur ekki þótt upp á marga fiska hingað til og má nefna þegar Liverpool varð evrópumeistari árið 2005 þá spáði hann liðinu tapi í hverjum einasta leik frá 16 liða úrslitunum og sendi sms í hálfleik að núna væru þeir loks úr leik !!!!! Það vita allir hvernig það fór :)

Svo er það Sæþór vinur minn, hann klikkaði á mig á msn og vildi endilega vita hvað hringarnir kostuðu ….. ég og ingunn sjáum ekki að það komi nokkrum við hvað hringarnir okkar kostuðu né hvort að við séum saman eður ei. Ef við erum ánægð saman þá skiptir engu hvað öðrum finnst og þetta er óþolandi afskiptasemi hjá Korntop og Sæþóri ……..

Ekki erum við að skipta okkur að samböndunum þeirra ….. Það eru bara sumir svona þurfa að vera að skipta sér af öllu hjá öðrum en það skiptir ekki máli því að sem betur fer er ég ekki trúlofaður þeim !!!!!

31. maí 2008 | Emil Ólafsson | Umræðan | 6 ummæli

Dósasel

Hvað er Dósasel ??? Dósasel er verndaður vinnustaður í Reykjanesbæ rekinn af Þroskahjálp. Ég er að vinna í Dósaseli og er búinn að vera þar síðan 8 Janúar og mér finnst að ég sé loksins búinn að finna minn rétta stað í lífinu. Það gengur vel hjá mér í vinnunni og ég er að komast í góða rútínu.

Maður þarf að vakna í vinnuna þar sem ég vinn frá 9 - 11.30 síðan fer ég í Björgina og svo er misjafnt hvað ég geri það sem eftir lifir dags. Það er frábær fólk sem vinnur í Dósaseli og er á öllum aldri. Yngsta manneskjan sem vinnur þar er 14 ára og sú elsta 65 ára og allt þar á milli.

Dósasel er opið frá 13 - 18 alla virka daga nema föstudaga þá er opið frá 9.30 - 13.00 ef þið viljið nánari upplýsingar ekki hika við að hringja í síma 421 4741 á opnunartíma.

30. maí 2008 | Emil Ólafsson | Umræðan, Dósasel | 1 ummæli

þreyttur úff

ég er þreyttur núna, úff er búinn að vinna aukalega eftir hádegi bæði í gær og í dag. Maður er ekki vanur að vinna meira en hálfann daginn og þreytan er fljót að segja til sín. En það er ágætt að vinna smá auka, smá aur aukalega veitir nú ekki af í þessu okurþjóðfélagi okkar í dag !!!!!

27. maí 2008 | Emil Ólafsson | Umræðan | 1 ummæli

Eurovisionkeppnin vonbrigði.

Ég var að klára að horfa á Eurovisionkeppnin í sjónvarpinu og mér finnst að þetta sé alveg eins á hverju ári síðan “austurblokkin” byrjaði að vera með þá er endalaus klíkuskapur í stigagjöfinni og Rússar stóðu upp sem sigurvegarar á endanum. Mér persónulega fannst þeirra lag ekkert spes og mörg önnur betri eins og Grikkland, Georgía, Ísland og fleiri lög. Það liggur við að maður missi áhuga á keppninni því að þrátt fyrir óaðfinnanlega framkomu og söng þá átti Íslenska lagið aldrei sjéns á að enda á topp 10, sorglegt alveg hreint.

24. maí 2008 | Emil Ólafsson | Umræðan | Engin ummæli

Frábær frammistaða hjá Friðrik Ómari & Regínu Ósk !!!!

Friðrik Ómar & Regína Ósk stóðu sig frábærlega í Eurovision rétt áðan og ég staðhæfi að við Íslendingar getum verið meira en stolt af þeim. Ég spái þeim topp 8 en sjáum svo til hvernig þetta fer allt saman. ÁFRAM ÍSLAND !!!!!!

24. maí 2008 | Emil Ólafsson | Umræðan | Engin ummæli

Kominn í helgarfrí.

Jæja þá er maður loksins kominn í helgarfrí. Ingunn kemur í kvöld og verður hjá mér um helgina svo verður bara slappað af og haft það gott. Við munum að sjálfsögðu horfa á Eurovision annað kvöld og vona að Íslandi gangi sem best þar en ekkert annað svona spes planað fyrir helgina. Ég verð svo að vinna næstu viku en er síðan kominn í 9 daga frí ( helgin, 5 daga sumarfrí og helgin þar á eftir ). Ætla að nota þann tíma til þess að fara í björgina og halda mér ferskum andlega séð.

Bið að heilsa í bili.

Kveðja

Emil

23. maí 2008 | Emil Ólafsson | Umræðan | Engin ummæli

Undankeppni Eurovision.

Ég er búinn að vera að horfa á undankeppni eurovision núna í kvöld heima hjá Alvildu. Íslendingarnir stóðu sig mjög vel og mér fannst líka lagið frá Georgíu frábært þar sem var blind söngkona sem stóð sig frábærlega. Við erum búin að vera að háma í okkur pizzu og drekka coke light í kvöld. Það er síðan vinna á morgun og ég fer í Björgina eftir hádegi. Þessi vika er búin að ganga þokkalega en er búinn að vera soldið kvíðinn en vonandi fer það að lagast.

Bið að heilsa ykkur og hafið það gott.

Með kveðju

Emil

22. maí 2008 | Emil Ólafsson | Umræðan | Engin ummæli

Sorgardagur !!!!!

Þær sorgarfréttir voru að berast í hús að Chelsea hefði klúðrað málunum eða þá aðallega John Terry með því að renna til og skjóta í stöngina í vítaspyrnukeppninni á móti Man United og þar með fór tækifærið á því að vinna meistaradeildina og United vann meistaradeildina í vítaspyrnukeppni þegar Ryan Giggs tryggði þeim 6-5 sigur.

MÉR ER ÓGLATT !!!!! ÉG HELD ÉG ÞURFI AÐ KASTA UPP !!!!!! OJJJJJJJ !!!!!!!!!!!!!!

21. maí 2008 | Emil Ólafsson | Umræðan | Engin ummæli

Matarlystin komin í lag !!!!

sausage-merguez.jpg

Matarlystin er komin í fyrra horf hjá kallinum og nú fáið þið að heyra smá sögu af því :) Í gær var Tryllirinn í heimsókn hjá frænku sinni og það voru bjúgu í matinn ásamt uppstúf, kartöflum og grænum baunum. Ekki vantaði matarlystina hjá kallinum og skóflaði hann í sig þremur bjúgum með öllu tilheyrandi og skolaði þessu niður með einum lítra af vatni !!!!!

Síðan fór Tryllirinn í vinnuna í morgun og manneskjan sem er yfir var með það sama í matinn í gærkvöldi og þar voru 4 bjúgu í matinn fyrir 5 manns og fékk yfirmaðurinn algjört áfall yfir matarlystinni hjá kallinum. Þá fékk hún að heyra það að fjölskyldan hennar væru greinilega kveifar í áti !!!!!

Það er spurning hvort að skjóðan hjá Tryllinum verði fljótlega aftur 130 kg og að hann verði í súpernum fljótlega aftur. Allavega gott að matarlystin sé komin í lag.

emil32a.JPG

Að sjálfsögðu er Tryllirinn byrjaður að safna my name is earl skeggi :)

21. maí 2008 | Emil Ólafsson | Umræðan | Engin ummæli

Nóg að gera

Það er búið að vera nóg að gera hjá mér undanfarið. Ég fer svo í sumarfrí 30 Maí - 9 Júní hlakka ekkert svo mikið til því að mér finnst svo gaman í vinnunni. Meðan maður heldur sér í daglegu rútínunni þá er maður í góðum málum með andlegu hliðina. Annars er ekkert svo mikið að frétta af mér.

Bið bara að heilsa í bili.

Kveðja

Emil

21. maí 2008 | Emil Ólafsson | Umræðan | Engin ummæli

Íslandsmeistararnir í djúpum …..

Ekki blæs byrlega fyrir Íslandsmeisturum Vals þessa stundina. Það virðast vera einhver álög á þeim að ná ekki að verja titilinn enda hefur þeim ekki tekist það í 40 ár. Að loknum 3 umferðum höfum við Valsmenn tapað tvisvar og bæði töpin hafa komið á útivelli. Fyrst töpuðum við 3-5 fyrir Keflavík í fyrstu umferð, síðan var spítt í lófanna og Grindvíkingar lagðir 3-0 en nú rétt í þessu vorum við að tapa 0-2 fyrir Fylkismönnum í Árbænum og annað tap staðreynd. 3 stig eftir 3 umferðir, algjörlega óásættanlegt !!!!!

Það er þó bót í máli að Þróttarar náðu óvæntu stigi móti FH með því að ná 4-4 jafntefli á sínum heimavelli glæsilegt hjá þeim. Keflavík vann HK á útivelli 2-1 eftir að hafa jafnað leikinn tíu mínútum fyrir leikslok og náðu að stela sigrinum með marki skömmu síðar og eru því komnir í 9 stig.

Leik Grindavíkur og Fjölnis er ekki lokið en staðan þar er núna 0-1 þegar 25 mínútur eru eftir.

Bið að heilsa í bili.

Kveðja

Emil

19. maí 2008 | Emil Ólafsson | Umræðan | Engin ummæli

Tryllirinn hættur í KRAFT !!!!!

Tryllirinn hefur sent KRAFT bréf þess efnis að hann sé hættur keppni þar. WPC og ÍFK eru að gera miklu betri hluti og eru ekki að kúga sína félagsmenn. Framtíðin er þeirra og fortíðin er KRAFT.

Tryllirinn hlakkar til að keppa á jákvæðu nótunum hjá fötluðum, wpc eða ífk í framtíðinni.

Jákvætt sport, gott sport !!!

18. maí 2008 | Emil Ólafsson | Umræðan | Engin ummæli

Rólegur sunnudagur


Þetta er búinn að vera rólegur sunnudagur. Það var sofið út og vaknaði ég frekar seint eða kl 14.20 er búinn að vera síðan þá í heimsókn heima hjá Alvildu ásamt Ingunni. Hún fer með rútunni heim klukkan hálf átta enda vinna hjá okkur báðum á morgun.

Ég verð að vinna aukavakt á morgun í vinnunni þannig að ég fer ekki í Björgina á morgun. Það verður samt að passa skjóðuna að hún fari ekki yfir 120 kg en ég fer ekki á æfingu á morgun, fer á miðvikudaginn í staðinn. Verð að passa mig að ofgera mér ekki því að mér hættir til að fara of hratt í hlutina og síðan springur allt í höndunum á manni og maður fer alveg niður í svaka þunglyndi og allt ónýtt !!!!!

Það er kjúklingaréttur með baunum og hrísgrjónum í matinn hjá Alvildu í kvöld. Svona matur gefur kraft og er góður fyrir línurnar. Síðan er ég duglegur að drekka vatn og topp / kristal maður sér fljótt mun á því.

Ég ætla að segja ykkur frá ónefndri manneskju sem ég talaði við í gær. Hún sagði að útaf því að ég hefði verið á geðdeild þá væri ég geðveikur !!!!! Og líka að ég væri alltaf að dópa !!!! Ég sagði við hana nú ??? Hvenær á ég að hafa verið að dópa …. Nú með lyfjunum sem læknarnir láta þig hafa. Ég útskýrði fyrir þessari fávísu manneskju að maður væri ekki settur á lyf nema að læknarnir teldu ástæðu til…..

Síðan hélt hún áfram og sagði að ég væri athyglissjúkur af því að ég hefði verið að skera mig til þess að fá athygli og komast inn á geðdeild sem síðan leiddi það af sér að allir yrðu pirraðir á mér. Ég benti henni aftur á að það gerði enginn svona viljandi og ég leitaði mér þó hjálpar annað en hún sjálf ( sem hún þarf vissulega á að halda, en ég ætla ekki að rekja þá sögu hér ).

Það er bara þannig að það er ekki hægt að hjálpa þeim sem ekki vilja hjálp og þessi ákveðna manneskja er alveg blind á það að kannski þurfi hún sjálf að hitta geðlækni og að maður þurfi ekki endilega að teljast “geðveikur” ef maður hittir lækni og reynir að verða sér út um hjálp hjá fagaðilum.

Svo mörg voru þau orð.

Guð blessi ykkur öll og hafið góða viku.

Með kveðju

Emil

18. maí 2008 | Emil Ólafsson | Umræðan, Geðveiki, Dósasel, Heilbrigði | 3 ummæli

Skemmtileg skírnarveisla.

Ég skrapp ásamt Ingunni í skemmtilega skírnarveislu hjá Braga bróður hennar í höfuðstaðnum í dag. Hitti meðal annars þar Þórhall bróður hennar sem spilar með Víkingum í fyrstu deildinni og pabba hennar sem býr á Akureyri, bara helvíti skemmtilegur kall !!!

Litli frændi hennar Ingunnar var skírður Hinrik Huldar Bragasson og það var fullt af fólki í veislunni en haldiði ekki að ég hafi borðað aðeins yfir mig af veitingunum ehemm ….. fékk sykursjokk og var hálf sofandi eftir það í rútunni á leiðinni heim og þurfti að leggja mig í tvo tíma eftir heimkomuna til þess að jafna mig. Það kemur fyrir besta fólk að lenda í því að borða of mikinn sykur.

En að öðru, ég verð að vinna aukavakt í vinnunni á mánudaginn þannig að ég verð kannski að æfa á morgun því að það er nokkuð ljós að ég mun ekki hafa kraft í það á mánudaginn. Núna í kvöld er ég bara að slappa af heima hjá Alvildu og spila við Ali í Euro 2008 leiknum í playstation 2, fyrsti leikurinn er búinn og vann ég hann 4-2 með Englandi á móti Frakklandi.

Annars er ekkert mikið að frétta af mér, Ingunn er hjá mér núna um helgina og fer síðan heim á morgun. Hún er dugleg í vinnunni og verður í sumarfríi í Júní, en ég fæ bara eina viku í sumarfrí því að ég byrjaði svo seint að vinna í Dósaseli ( Í Janúar ). Ég Verð í sumarfríi frá 2 - 8 Júní ætla að nota þann tíma til þess að æfa og slappa af, reikna með því að Ingunn verði hjá mér þá.

Hafið það sem best kæru vinir.

Með kveðju

Tryllirinn

17. maí 2008 | Emil Ólafsson | Umræðan, Fjölskyldan, Dósasel | 4 ummæli

Smá harðsperrur.

Kallinn er með smá harðsperrur síðan í gær, en þær munu hverfa um leið og við Rocky förum út að labba á eftir. Það er síðan önnur æfing á morgun og svo helgarfrí ( göngutúrar um helgina ). Tryllirinn er ekki alveg ákveðinn hvort hann verður í 125 kg flokknum eða súpernum ( 125+ ) …..

Teygjutvisterinn vill hafa Tryllirinn 100 kg og að það verði tekin 100 kg í bekk þannig. Hver veit nema að það verði ??? Skjóðan er allavega búin að minnka töluvert síðan hún var 148 kg árið 2004-2005 og kallinn nánast óþekkjanlegur miðað við myndir sem eru til. Það er til mynd frá Héðinsmótinu 2004 þar sem kallinn er 137 kg rúm….

emil-2004.jpg

Hérna er Tryllirinn árið 2004 um 137 kg á Héðinsmótinu á Ólafsvík.

emil-2006.jpg

Hérna er svo Tryllirinn á Sterkasti Fatlaði Maður Heims árið 2006

emil-2007.jpg

Hérna er svo Tryllirinn á Sterkasti Fatlaði Maður Heims árið 2007 um 130 - 132 kg

tryllirinn1.jpg

Hérna er Tryllirinn að jafnhatta 65 kg á Sterkasti Fatlaði Maður Heims 2007

skjodan-15052008.JPG

Hérna er svo skjóðan á mynd tekinni í kvöld 119,6 kg :)

bakid.JPG

Hér er svo að lokum mynd af bakinu einnig tekin í kvöld.

Hvernig líst ykkur á umbreytinguna á kallinum ????

15. maí 2008 | Emil Ólafsson | Umræðan, Kraftlyftingar, Heilbrigði | 7 ummæli

Geggjað veður.

Ég fór í vinnuna í morgun og það var nóg að gera. Ég var alveg eiturhress það var mjög gaman í vinnunni í dag. Síðan fór ég í Björgina og hitti fólkið þar og spilaði spurningarspilið Meistarann, en vann ekki í þetta sinn.

Rétt um hálf fjögur leytið skrapp ég út í banka og tók út pening fyrir mánaðarkorti í MASSA, síðan var skroppið í 10-11 og keypti þar 2 banana og einhverja lúxus bacon samloku. Tók síðan strætó út í MASSA og verslaði kortið þar og át kræsingarnar áður en ég byrjaði að æfa.

Ég vigtaðist 119,6 kg og byrjaði á því að taka 10 mínútur á göngubretti og púlsinn var á bilinu 87 - 90 sem er mjög gott. Að upphitun lokinni þá fór ég í hnébeygju með 40 kg með 15 endurtekningar 3 sett, það tók soldið á þegar ég var kominn yfir 7 endurtekningar og leynir rosalega á sér þótt að þyngdin sé ekki mikil.

Síðan fór ég á hallandi bekk með 12,5 kg í hvora hendi og gerði 12 endurtekningar 3 sett. Næst á dagskránni var Stiff réttstöðulyfta en eitthvað gekk illa að framkvæma hana þannig að ég breytti til og tók bara venjulega réttstöðulyftu þar sem ég hitaði upp með 70 kg 5 sinnum, fór síðan í 100 kg 5 endurtekningar 5 sett ( 25 lyftur í það heila ). Ég endaði síðan á því að halda 70 kg í frontgripi en entist bara í 22 sekúndur enda langt síðan ég hef æft greipina.

Þetta var nóg sem fyrsta æfing og tók töluvert á. Næsta æfing er á föstudaginn og síðan helgarfrí :) Einhversstaðar verður maður jú að byrja og þótt að þetta séu ekki hrikalegar tölur þá er málið að ofgera sér ekki í byrjun.

Bergþóra : Ástarmálin ganga bara vel þakka þér :) Ég og Ingunn erum saman og gengur ágætlega :)

Kveðja

Emil

14. maí 2008 | Emil Ólafsson | Umræðan, Kraftlyftingar, Dósasel | 3 ummæli

Annar í hvítasunnu.

Þá er kominn annar í hvítsunnu og maður svaf náttúrlega út ( vaknaði um tvö leytið ). Þetta er búin að vera fín helgi og mér finnst að ég sé að komast á rétt ról í lífinu eftir spítalavistina. Ég fer síðan í MASSA á miðvikudaginn og versla mér mánaðarkort þar og byrja að æfa eftir prógramminu frá Tvisternum.

Síðan fer ég að byrja að mála á striga á morgun líka í Björginni hlakka til að prófa það. Það er góð kona sem vinnur í Björginni sem aðstoðar okkur við þetta. Einhvernveginn þá hefur það vaxið mér í augum að mála en ég ákvað að telja í mig kjark og reyna allavega. Það verður spennandi að að sjá hvernig þetta gengur.

Á morgun verður hálftíma til klukkutíma göngutúr og síðan á miðvikudaginn þá verður smá æfing :

Hnébeygja: 3×15reps Byrja í 40kg, þyngja um 5kg á viku
Hallandi bekkur með handlóðum: 3×12reps Byrja á 12.5kg, þyngja um 2.5kg á viku
Stiff dedd: 3×8reps Byrja á 70kg, þyngja um 5kg á viku
Róður með handlóðum: 3×12reps Byrja á 20kg, þyngja um 2.5kg á viku

Það borgar sig að byrja ekki of geyst svo að maður gefist ekki upp en þetta er allt útpælt og ég ætti að vera kominn í toppstyrk á réttum tíma :)

Ég fékk góða svínasteik með puru í gær, tungan er komin í svona 90 % lag og maður er farinn að geta borðað almennilega aftur. Veit ekki alveg hvað skjóðan er þung en það kemur bara í ljós á miðvikudaginn þegar ég fer á æfingu í MASSA.

Bið að heilsa ykkur í bili elskurnar.

Með páverkveðju

Emil

12. maí 2008 | Emil Ólafsson | Umræðan, Kraftlyftingar, Heilbrigði | 3 ummæli

Sterkasti fatlaði maður heims 2007

Keppnin sterkasti fatlaði maður heims 2007 var á dagskrá í sjónvarpinu í dag kl 14.55 - 15.25 og var gaman að sjá hversu vel þátturinn var gerður og mikið vandað til hans. Þeir sem misstu af honum geta séð þáttinn hérna.

Endilega að kommenta hvernig ykkur fannst þátturinn. Ég vil þakka Arnari þjálfara fyrir þetta einstaka framtak hans að skipuleggja keppnina og að gera þátt um hana. HÚRRA , HÚRRA , HÚRRA !!!!!!!

Með kveðju

Tryllirinn

11. maí 2008 | Emil Ólafsson | Umræðan | 1 ummæli

Leik Keflavík og Vals lokið.


Ég fór með Ingunni, Begga Túrbó og Önnu á leik Keflavíkur og Vals í dag. Leikurinn byrjaði ekki Vel fyrir okkur Valsmenn og vorum við komnir tveimur mörkum undir eftir aðeins 6 mínútna leik og vörnin hriplek í byrjun. Hans Mathisen skoraði fyrra markið og Símun Samuelsen seinna markið.

Það þýddi að sjálfsögðu ekki að gefast upp og áður en varði þá tókum við öll völd á vellinum og áttum eitt mjög gott skot sem markvörður Keflavíkur varði og lenti sjálfur inn í markinu en bjargaði sjálfur í horn. Valsmenn áttu eitt færi í viðbót en klaufaskapur inn í teig og staðan í hálfleik Keflavík 2 Valur 0.

Seinni hálfleikur byrjaði eins og sá fyrri Valsmenn sóttu en Keflvíkingar áttu sín færi og fengu vítaspyrnu sem þeir fengu gegn gangi leiksins og Kristinn Jakobsson dómari var ekki samkvæmur sjálfum sér í dómum og á liðin og dæmdi heimaliðinu meira í hag. Úr vítaspyrnunni skoraði síðan Guðmundur Steinarsson.

Kenneth Gustafsson skoraði sjálfsmark og staðan orðin 3-1 fyrir Keflavík. Guðmundur Steinarsson skorar síðan 4-1 eftir sendingu inn fyrir vörn Vals en var klárlega rangstæður og það sauð upp úr hjá stuðningsmönnum Vals og þar sem ég sat í stuðningsmannahópi Vals þá fékk ég næstum kókflösku í hausinn, fann þegar hún flaug rétt yfir hausinn og strauk á mér hárið og lenti síðan rétt frá slökum línuverði leiksins og eftir það var öryggisgæslan hert verulega.

Hafþór Ægir minnkaði síðan muninn í 5-2 á 86 mínútu og Bjarni Ólafur í 5-3 á 89 mínútu en á 92 mínútu fékk Hafþór Ægir að líta rauða spjaldið og leikurinn endaði 5-3.

Við fórum þegar staðan var 5-1 fyrir Keflavík og um 17 mínútur eftir til þess að forðast örtröðina. Kristinn Jakobsson og línuvörðurinn umtalaði áttu ekki sinn besta dag og vona ég að næst þegar þeir dæma þá verði þeir samkvæmir sjálfum sér.

Einnig reikna ég með að Valur fái sekt fyrir framferði stuðningsmanna sem misstu stjórn á skapi sínu við fjórða mark Keflvíkinga sem var klárlega rangstöðumark en svona er bara boltinn það er ekki alltaf hægt að vinna og ljósi punkturinn í þessu öllu saman er sá að við skoruðum 3 mörk. Þótt að maður sé drullufúll að hafa tapað þessum leik þá er það ekki bara dómaranum að kenna heldur spilaði Valsliðið mjög illa í dag og átti ekki skilið að fá neitt út úr þessum leik, gengur bara betur næst !!!!!

10. maí 2008 | Emil Ólafsson | Umræðan | 5 ummæli

Sterkasti Fatlaði Maður Heims 2007

Sterkasti fatlaði maður heims 2007 verður sýndur á RÚV á morgun Hvítasunnudag klukkan 14.55 - 15.25 og hvet ég alla áhugamenn um kraftasport að horfa á skemmtilega keppni.

10. maí 2008 | Emil Ólafsson | Umræðan | 1 ummæli