Emil bloggar

Það sem ekki drepur þig, gerir þig aðeins sterkari.

Góðar fréttir loksins !!!!

sun.jpg

Þá er komið að því að lífið færði mér góðar fréttir. Ég hafði samband við læknirinn minn og hún sagði mér að heilalínuritið og tölvusneiðmyndin komu eðlilega út og ég þurfi ekki að fara á flogalyf. Mjög jákvæðar og góðar fréttir sem ég ætla að nýta mér til hins ítrasta og læra af þessum mistökum sem ég gerði sem urðu til þess að ég lenti inn á Geðdeild og fékk flogaköstin sem aukaverkun í kjölfarið.

squat.jpg

Þegar ég verð búinn að ná heilsu þá ætla ég að fara að æfa hnébeygjuna sem aldrei fyrr og vera með það að markmiði að ná aftur Íslandsmetinu hjá fötluðum í súpernum sem ég átti í nokkra mánuði frá nóv 2006 - apríl 2007 ( 187.5 kg ) en Beggi Túrbó á það núna og stendur það í 190.0 kg ) …..

Skjóðuþyngdin er þessa stundina um 117 kg og er langt síðan Tryllirinn hefur verið svona léttur og spurning hvort að það eigi ekki bara að reyna að láta slag standa og létta sig meira og gæðamassast þótt að hnébeygjumetið verði þá útundan.

Hvað finnst ykkur ???? Hvort er málið að létta sig og komast niður í svona 100 - 110 kg eða vera um 125 - 135 kg og taka meiri þyngdir ????

Ég er annars byrjaður á fullu í Boccia með Nes og er að kynnast fólki þar á fullu, bara jákvætt og gaman að því.

Hafið það bara gott og guð blessi ykkur öll.

Með kveðju

Emil Tölvutryllir

29. apríl 2008 | Emil Ólafsson | Umræðan | 5 ummæli