Útskrifaður af spítala.
Þá er búið að útskrifa mig heim af spítalanum og ég verð á sýklalyfjum næstu fimm daga ásamt sveppalyfi. Það er ákveðið skref að fara af spítala og heim sem ég er ánægður með að geta loksins tekið.
Ég gat loksins borðað eitthvað annað en fljótandi í kvöld en ég var í mat hjá frænku minni þar sem ég fékk reykt folaldakjöt með kartöflum grænum baunum og uppstúf. Ég skolaði þessu niður með köldu kóki. Mikið var þetta góð tilfinning að geta loksins borðað eitthvað almennilegt.
Núna er stefnan sett á að geta haldið til vinnu sem fyrst og fara að stunda Björgina. Nóg að gera hjá mér og ég verð eitthvað hjá Alvildu í kvöld, það er svo langt síðan ég hef hitt þau og er búinn að sakna þeirra mikið. Verð á MSN ef þið viljið spjalla í kvöld.
Guð blessi ykkur öll og takk fyrir að nenna að lesa bloggið mitt.
Með kveðju
Emil