Emil bloggar

Það sem ekki drepur þig, gerir þig aðeins sterkari.

Stressaður fyrir morgundeginum.

Ég náði að sofna í kvöld en er stressaður fyrir morgundeginum. Fer héðan af spítalanum klukkan níu og á að vera mættur í heilalínuritið klukkan tíu og tölvusneiðmyndatökuna klukkan 10.50 , veit ekki hvort ég útskrifast á morgun eða hvort ég kem aftur upp á spítalann hérna fæ að vita það þegar ég tala við lækninn í fyrramálið.

Ég er samt að skánna aðeins í tungunni eða mér líður þannig þessa stundina. Það er fínt að vera hérna á spítalanum í Keflavík, rosalega elskulegt starfsfólk og þegar maður þarf á því að halda að vera á spítala þá er gott að vera á réttum stað. Ég er búinn að vera hérna síðan á þriðjudaginn.

Ég hef annars ekki mikið að segja ætla að reyna að fara að leggja mig aftur það er erfiður dagur framundan hjá mér á morgun. Góða nótt.

Með kveðju

Emil

27. apríl 2008 | Emil Ólafsson | Umræðan, Heilbrigði | 3 ummæli

Þreyttur í dag.

Ég er þreyttur í dag. Fór á vigtina rétt fyrir hádegi og hún sagði 116,8 kg. Ég fer síðan á morgun til Reykjavíkur á Borgarspítalann í rannsóknir útaf flogaveikinni. Vona að það gangi vel er soldið stressaður útaf þessu.

Blogga meira seinna í dag.

Kveðja

Emil

27. apríl 2008 | Emil Ólafsson | Umræðan | 1 ummæli