Emil bloggar

Það sem ekki drepur þig, gerir þig aðeins sterkari.

Tryllirinn byrjaður með Ingunni Skvísu á ný !!!!

Þegar maður er veikur þá kemur best í ljós hverjir eru vinir manns. Í mínu tilfelli er þetta fólk : Birna frænka og Guðni maðurinn hennar, Alvilda, Ali & Fjölskylda, Ingunn Birta fyrrverandi kærastan mín og fleira gott fólk.

Birna & Guðni eru búin að vera að passa Rocky hundinn minn í veikindunum mínum og kann ég þeim bestu þakkir fyrir þau eru algerar gersemar og það er leitun eftir slíkum vinum eins og þau eru.

Alvildu er ég búinn að þekkja í 12 ár og við þekkjum hvort annað út í gegn og erum bestu vinir sem er hægt að hugsa sér. Hún er traustasta manneskja sem ég hef á ævinni kynnst, en auðvitað höfum við rifist og svona eins og gengur og gerist en alltaf stöndum við samt saman.

Ingunn Birta, hún er góð stelpa þrátt fyrir að vera stundum stjórnsöm og frek þá hefur hún mun meiri kosti en galla og ég elska hana eins og hún er og við höfum ákveðið að gera eina tilraun enn að vera saman.

mynd024.jpeg

Ég var upp á geðdeild 32-a þegar ég fékk flogakast fyrst eitt klukkan níu um kvöld og svo annað um hálf tólf. Það þurfti að taka rúmið út úr herberginu og svaf ég einungis á dýnu þá nóttina.

Ég veit að ég er langt í frá að vera fullkominn en ég er að reyna mitt besta að fóta mig í lífinu og þessi bloggsíða er einn hluti af því að koma frá mér hlutunum og ég vona að þið sýnið mér skilning í því. Ég er búinn að léttast úr 128.0 kg þegar ég var að keppa á Byrjenda og Lágmarksmóti KRAFT þann 29 mars niður í 119.0 kg núna 25 apríl, aðallega vegna þess að ég hef þurft að vera á fljótandi fæði eftir þessi áföll.

Ég fer síðan á mánudaginn í heilalínurit upp á Borgarspítalann í Reykjavík þar sem verður skoðað hvernig framhaldsmeðferð verður háttað vegna flogaveikinnar og hvort ég þurfi að fara á lyf vegna þessa og allt þar fram eftir götunum.

Það er líka verið að skoða með breytt búsetufyrirkomulag hjá mér og hugsanlega neyðist ég til þess að leggja lóðin á hilluna endanlega en það mun fara eftir því hvað læknirinn ráðleggur mér og hvernig heilsan og flogin koma til með að vera í framtíðinni. Það kemur sterkt inn að fara að æfa Boccia með Nes.

Endilega skrifið ykkar skoðanir á þessu öllu saman.

Hafið það gott

Með kveðju

Emil

25. apríl 2008 | Emil Ólafsson | Umræðan | 10 ummæli

Verð fram á mánudag á spítalanum.

Ég var að tala við lækninn og ég verð fram á mánudag á spítalanum og fer þá í bæinn í heilasneiðmyndatöku vegna flogakastsins sem ég fékk. Þeir vildu senda mig í myndatöku áður en þeir tækju ákvörðun um það hvernig meðferð á flogaveikinni yrði háttað.

Ég vigtaðist í gær 119 kg og er allur að horast þar sem ég hef bara getað verið á fljótandi fæði. Eins eru dauðir hlutar af tungunni sem eru að detta af en það mun vaxa á ný, engu að síður er það rosalega sársaukafullt og ég er að taka slatta af bólgueyðandi og verkjalyfjum við því.

Mér hefur verið hugsað til þess hvernig framtíð mín í páver verði eða hvort ég þurfi að hætta að taka á því. Ég vona að eftir að ég verð kominn á lyf við flogaveikinni og búinn að venjast þeim að þá geti ég komið til með að æfa, en það verður bara að koma í ljós.

Keflvíkingar innilegar hamingjuóskir með Íslandsmeistaratitilinn í körfubolta, ég virðist vera lukkugrís því að þegar ég bjó í Njarðvík þá unnu Njarðvíkingar titilinn fyrir 2 árum síðan hehe :)

Tungan er að kvelja mig alveg þvílíkt að ég hefði ekki trúað því en ég verð hérna á spítalanum og reyni að láta mér batna. Endilega kommentið ykkar álit.

Með kveðju

Emil

25. apríl 2008 | Emil Ólafsson | Umræðan, Ábendingar, Íþróttir, Kraftlyftingar, Heilbrigði | 1 ummæli