Skrapp í Björgina.
Ég skrapp í Björgina í dag og verð til hálf fjögur. Gott að koma hingað og hitta fólkið hérna. Ég var vigtaður í morgun 118,6 kg þannig að það er um 10 kg farin síðan ég keppti á seinasta kraftlyftingamóti þann 29 mars s.l.
Læknirinn sagði mér að ég gæti hugsanlega útskrifast heim á föstudaginn vona að það geti orðið að veruleika en það tæki alveg tvær vikur í viðbót fyrir tunguna að jafna sig. Ég stefni á að fara að vinna upp í Dósaseli á mánudaginn á ný vona að það geti gengið eftir og að ég geti farið að borða einhvern mat fljótlega líka, náði að setja ofan í mig eina litla lgg+ jógúrt í morgun svo er það bara vatn. Er ennþá á sýklalyfjum 4x á dag og lyf 4x á dag við sveppasýkingu í tungunni……
Þetta verður betra fljótlega, ég treysti því …. Hafið það gott
Með kveðju
Tryllirinn