Emil bloggar

Það sem ekki drepur þig, gerir þig aðeins sterkari.

Létt yfir mér í dag :)

Það er búið að vera létt yfir mér í síðan í gærdag. Mér hefur sjaldan liðíð jafn vel undanfarin ár og greinilegt að lyfjabreytingin sem var gerð þegar ég var inn á geðdeild er að skila sér. Ég spilaði nokkra leiki í fifa 2008 við Ali í gær og hafði sigur í flestum tilvikunum en kallinn er að verða helvíti fær í þessum leik og það munar ekki miklu á okkur.

Ég vil þakka ykkur fyrir góð viðbrögð við seinustu færslu hjá mér og vona að það haldi áfram að streyma inn komment með jákvæða strauma.

Ég fór í vinnuna í morgun í fyrsta skipti í langann tíma og það gekk bara vel, skrapp síðan í Björgina og í Bónus með Steinunni. Rocky fór með okkur og hafði bara mjög gaman af bíltúrnum. Ég er að hugsa um að fara á eftir og þvo bílinn. Við tókum líka bensín í dag, fengum rétt um 20,60 lítra fyrir 3000 kallinn….. Vonandi munu mótmælin hafa þau áhrif að bensínið lækki eitthvað ekki veitir af.

Var líka að leika mér aðeins með handlóðin í Björginni, ætla að byrja á því að nota þau fyrsta mánuðinn áður en ég fæ mér kort í Massa, það eru líka tæki þar sem okkur sem erum félagar er frjálst að nota. Það er göngubretti þarna og ýmislegt fleira einnig.

Þessa stundina er ég mjög jákvæður og er að hugsa hvað ég get gert til þess að nýta mér þann jákvæða byr sem umlykur lifið núna en passa um leið að ofgera mér ekki.

Jákvæðir straumar fylla hugann
þunglyndið leggur á flótta frá mér
ég svíf um allt eins og flugan
og vona að þetta verði góður dagur hjá þér

Þetta ljóð lýsir því hvernig mér líður akkúrat núna…… JÁKVÆÐUR, ÁNÆGÐUR OG BJARTSÝNN !!!!

14. apríl 2008 | Emil Ólafsson | Umræðan | 10 ummæli