Emil bloggar

Það sem ekki drepur þig, gerir þig aðeins sterkari.

Kominn heim af spítalanum.

Ég útskrifaðist í dag af spítalanum og er kominn heim í Keflavík. Mér líður alveg þokkalega núna og það eru núna bjartari tímar framundan. Síðan fer ég á mánudaginn aftur að vinna en á morgun er það Björgin og á laugardaginn líka. Í kvöld verður bara legið í leti í góðu yfirlæti hjá bestu vinkonu minni henni Alvildu og hún er með góðann mat í tilefni dagsins að ég sé kominn heim af spítalanum.

Ég blogga líklega aftur í kvöld.

Hafið það gott guð blessi ykkur.

Með kveðju

Emil

10. apríl 2008 | Emil Ólafsson | Umræðan, Geðveiki, Heilbrigði | 7 ummæli