
Þá er komið að því að lífið færði mér góðar fréttir. Ég hafði samband við læknirinn minn og hún sagði mér að heilalínuritið og tölvusneiðmyndin komu eðlilega út og ég þurfi ekki að fara á flogalyf. Mjög jákvæðar og góðar fréttir sem ég ætla að nýta mér til hins ítrasta og læra af þessum mistökum sem ég gerði sem urðu til þess að ég lenti inn á Geðdeild og fékk flogaköstin sem aukaverkun í kjölfarið.

Þegar ég verð búinn að ná heilsu þá ætla ég að fara að æfa hnébeygjuna sem aldrei fyrr og vera með það að markmiði að ná aftur Íslandsmetinu hjá fötluðum í súpernum sem ég átti í nokkra mánuði frá nóv 2006 - apríl 2007 ( 187.5 kg ) en Beggi Túrbó á það núna og stendur það í 190.0 kg ) …..
Skjóðuþyngdin er þessa stundina um 117 kg og er langt síðan Tryllirinn hefur verið svona léttur og spurning hvort að það eigi ekki bara að reyna að láta slag standa og létta sig meira og gæðamassast þótt að hnébeygjumetið verði þá útundan.
Hvað finnst ykkur ???? Hvort er málið að létta sig og komast niður í svona 100 - 110 kg eða vera um 125 - 135 kg og taka meiri þyngdir ????
Ég er annars byrjaður á fullu í Boccia með Nes og er að kynnast fólki þar á fullu, bara jákvætt og gaman að því.
Hafið það bara gott og guð blessi ykkur öll.
Með kveðju
Emil Tölvutryllir
29. apríl 2008
|
Emil Ólafsson |
Umræðan |
5 ummæli
Þá er búið að útskrifa mig heim af spítalanum og ég verð á sýklalyfjum næstu fimm daga ásamt sveppalyfi. Það er ákveðið skref að fara af spítala og heim sem ég er ánægður með að geta loksins tekið.
Ég gat loksins borðað eitthvað annað en fljótandi í kvöld en ég var í mat hjá frænku minni þar sem ég fékk reykt folaldakjöt með kartöflum grænum baunum og uppstúf. Ég skolaði þessu niður með köldu kóki. Mikið var þetta góð tilfinning að geta loksins borðað eitthvað almennilegt.
Núna er stefnan sett á að geta haldið til vinnu sem fyrst og fara að stunda Björgina. Nóg að gera hjá mér og ég verð eitthvað hjá Alvildu í kvöld, það er svo langt síðan ég hef hitt þau og er búinn að sakna þeirra mikið. Verð á MSN ef þið viljið spjalla í kvöld.
Guð blessi ykkur öll og takk fyrir að nenna að lesa bloggið mitt.
Með kveðju
Emil
28. apríl 2008
|
Emil Ólafsson |
Umræðan |
4 ummæli
Núna er farið að styttast í að ég fari í rannsóknirnar vegna flogaveikinnar í Reykjavík. Leigubílinn kemur klukkan korter yfir níu, ég fer í heilalínuritið klukkan tíu, tölvusneiðmyndatökuna kl 10.50 og síðan með leigubíl hingað suður með sjó eftir það.
Það er ekki úr vegi að ég sé soldið stressaður með hnút í maganum því að tölvusneiðmyndatakan ég held að þá fari maður inn í tæki og ég er svo hræddur um að fá innilokunarkennd. Þetta verður allt í lagi, ég er viss um það.
Ég er að bíða eftir lyfjunum mínum núna og svo fer maður bara að leggja í hann. Ég vona bara að þið hafið það gott í dag og ég blogga svo um þetta allt saman þegar ég kem heim.
Guð veri með ykkur.
Með kveðju
Emil
28. apríl 2008
|
Emil Ólafsson |
Umræðan, Heilbrigði, Flogaveiki |
1 ummæli
Ég náði að sofna í kvöld en er stressaður fyrir morgundeginum. Fer héðan af spítalanum klukkan níu og á að vera mættur í heilalínuritið klukkan tíu og tölvusneiðmyndatökuna klukkan 10.50 , veit ekki hvort ég útskrifast á morgun eða hvort ég kem aftur upp á spítalann hérna fæ að vita það þegar ég tala við lækninn í fyrramálið.
Ég er samt að skánna aðeins í tungunni eða mér líður þannig þessa stundina. Það er fínt að vera hérna á spítalanum í Keflavík, rosalega elskulegt starfsfólk og þegar maður þarf á því að halda að vera á spítala þá er gott að vera á réttum stað. Ég er búinn að vera hérna síðan á þriðjudaginn.
Ég hef annars ekki mikið að segja ætla að reyna að fara að leggja mig aftur það er erfiður dagur framundan hjá mér á morgun. Góða nótt.
Með kveðju
Emil
27. apríl 2008
|
Emil Ólafsson |
Umræðan, Heilbrigði |
3 ummæli
Ég er þreyttur í dag. Fór á vigtina rétt fyrir hádegi og hún sagði 116,8 kg. Ég fer síðan á morgun til Reykjavíkur á Borgarspítalann í rannsóknir útaf flogaveikinni. Vona að það gangi vel er soldið stressaður útaf þessu.
Blogga meira seinna í dag.
Kveðja
Emil
27. apríl 2008
|
Emil Ólafsson |
Umræðan |
1 ummæli
þá er maður loksins vaknaður fyrir klukkan átta á laugardagsmorgni. Þegar ég vaknaði var ég blóðugur um allt andlitið, blóð sem var búið að þorna það sem gerðist nefnilega var að ég beit í tunguna aftur í svefni ……
Ég veit ekki hvað læknirinn gerir í þessu en ég er búinn að þrífa mig og hafa mig til. Ég vona bara að þessari martröð eigi eftir að ljúka sem fyrst, það er sko ekkert gaman að standa í svona !!!!
26. apríl 2008
|
Emil Ólafsson |
Umræðan, Heilbrigði |
4 ummæli
Þegar maður er veikur þá kemur best í ljós hverjir eru vinir manns. Í mínu tilfelli er þetta fólk : Birna frænka og Guðni maðurinn hennar, Alvilda, Ali & Fjölskylda, Ingunn Birta fyrrverandi kærastan mín og fleira gott fólk.
Birna & Guðni eru búin að vera að passa Rocky hundinn minn í veikindunum mínum og kann ég þeim bestu þakkir fyrir þau eru algerar gersemar og það er leitun eftir slíkum vinum eins og þau eru.
Alvildu er ég búinn að þekkja í 12 ár og við þekkjum hvort annað út í gegn og erum bestu vinir sem er hægt að hugsa sér. Hún er traustasta manneskja sem ég hef á ævinni kynnst, en auðvitað höfum við rifist og svona eins og gengur og gerist en alltaf stöndum við samt saman.
Ingunn Birta, hún er góð stelpa þrátt fyrir að vera stundum stjórnsöm og frek þá hefur hún mun meiri kosti en galla og ég elska hana eins og hún er og við höfum ákveðið að gera eina tilraun enn að vera saman.

Ég var upp á geðdeild 32-a þegar ég fékk flogakast fyrst eitt klukkan níu um kvöld og svo annað um hálf tólf. Það þurfti að taka rúmið út úr herberginu og svaf ég einungis á dýnu þá nóttina.
Ég veit að ég er langt í frá að vera fullkominn en ég er að reyna mitt besta að fóta mig í lífinu og þessi bloggsíða er einn hluti af því að koma frá mér hlutunum og ég vona að þið sýnið mér skilning í því. Ég er búinn að léttast úr 128.0 kg þegar ég var að keppa á Byrjenda og Lágmarksmóti KRAFT þann 29 mars niður í 119.0 kg núna 25 apríl, aðallega vegna þess að ég hef þurft að vera á fljótandi fæði eftir þessi áföll.
Ég fer síðan á mánudaginn í heilalínurit upp á Borgarspítalann í Reykjavík þar sem verður skoðað hvernig framhaldsmeðferð verður háttað vegna flogaveikinnar og hvort ég þurfi að fara á lyf vegna þessa og allt þar fram eftir götunum.
Það er líka verið að skoða með breytt búsetufyrirkomulag hjá mér og hugsanlega neyðist ég til þess að leggja lóðin á hilluna endanlega en það mun fara eftir því hvað læknirinn ráðleggur mér og hvernig heilsan og flogin koma til með að vera í framtíðinni. Það kemur sterkt inn að fara að æfa Boccia með Nes.
Endilega skrifið ykkar skoðanir á þessu öllu saman.
Hafið það gott
Með kveðju
Emil
25. apríl 2008
|
Emil Ólafsson |
Umræðan |
10 ummæli
Ég var að tala við lækninn og ég verð fram á mánudag á spítalanum og fer þá í bæinn í heilasneiðmyndatöku vegna flogakastsins sem ég fékk. Þeir vildu senda mig í myndatöku áður en þeir tækju ákvörðun um það hvernig meðferð á flogaveikinni yrði háttað.
Ég vigtaðist í gær 119 kg og er allur að horast þar sem ég hef bara getað verið á fljótandi fæði. Eins eru dauðir hlutar af tungunni sem eru að detta af en það mun vaxa á ný, engu að síður er það rosalega sársaukafullt og ég er að taka slatta af bólgueyðandi og verkjalyfjum við því.
Mér hefur verið hugsað til þess hvernig framtíð mín í páver verði eða hvort ég þurfi að hætta að taka á því. Ég vona að eftir að ég verð kominn á lyf við flogaveikinni og búinn að venjast þeim að þá geti ég komið til með að æfa, en það verður bara að koma í ljós.
Keflvíkingar innilegar hamingjuóskir með Íslandsmeistaratitilinn í körfubolta, ég virðist vera lukkugrís því að þegar ég bjó í Njarðvík þá unnu Njarðvíkingar titilinn fyrir 2 árum síðan hehe :)
Tungan er að kvelja mig alveg þvílíkt að ég hefði ekki trúað því en ég verð hérna á spítalanum og reyni að láta mér batna. Endilega kommentið ykkar álit.
Með kveðju
Emil
25. apríl 2008
|
Emil Ólafsson |
Umræðan, Ábendingar, Íþróttir, Kraftlyftingar, Heilbrigði |
1 ummæli
Það styttist í útskrift af spítalanum í Keflavík það verður annað hvort á morgun eða á mánudaginn, en á mánudaginn fer ég upp á Borgarspítalann eða Domus Medica í heilamyndatökur útaf flogaveikinni.
Fer sennilega að vinna á þriðjudag/miðvikudag er alveg ákveðinn í að standa mig. Er í heimsókn hjá Rocky núna þar sem hann er í pössun mikið er rosalega gaman að sjá hann aftur.
Blogga meira seinna í dag.
Með kveðju
Emil
24. apríl 2008
|
Emil Ólafsson |
Umræðan |
Engin ummæli
Ég skrapp í Björgina í dag og verð til hálf fjögur. Gott að koma hingað og hitta fólkið hérna. Ég var vigtaður í morgun 118,6 kg þannig að það er um 10 kg farin síðan ég keppti á seinasta kraftlyftingamóti þann 29 mars s.l.
Læknirinn sagði mér að ég gæti hugsanlega útskrifast heim á föstudaginn vona að það geti orðið að veruleika en það tæki alveg tvær vikur í viðbót fyrir tunguna að jafna sig. Ég stefni á að fara að vinna upp í Dósaseli á mánudaginn á ný vona að það geti gengið eftir og að ég geti farið að borða einhvern mat fljótlega líka, náði að setja ofan í mig eina litla lgg+ jógúrt í morgun svo er það bara vatn. Er ennþá á sýklalyfjum 4x á dag og lyf 4x á dag við sveppasýkingu í tungunni……
Þetta verður betra fljótlega, ég treysti því …. Hafið það gott
Með kveðju
Tryllirinn
23. apríl 2008
|
Emil Ólafsson |
Umræðan, Björgin, Dósasel, Heilbrigði |
4 ummæli
Jæja þetta er sko Alvilda sjálf að blogga á blogginu hans Emils.
Ég fór að heimsækja kappan í dag fyrst hann er kominn á sjúkrahúsið í Keflavík. Við fórum öll fjölskyldan smá stund. Karlinn er allur að horast niður og ég hef mestar áhyggjur af að hann nái að komast niður til mín.
Ég er bara fegin að sjá hann og vona að hann jafni sig sem allra fyrst.
Hann biður að heilsa öllum vinum sínum
Kveðja
Alvilda
22. apríl 2008
|
Emil Ólafsson |
Umræðan |
1 ummæli
Tungan er ennþá bólgin eftir að ég fékk flogakast þegar ég var á B gangi í yfirsetu og beit tvisvar í tunguna og verð sendur í heilalínurit og hugsanlega settur á flogalyf í framhaldinu, skjóðuþyngdin líklega komin í 118-119 kg og verð fram á miðvikudag - mánudag eftir því hvernig gengur. Er að fá pensilín í æð 4x á sólarhring og lyf við sveppasýkingu á tungunni líka 4x sólarhring.
Ég vil þakka ykkur fyrir batnaðaróskirnar og vona að þetta fari allt saman að koma hjá mér. Beggi Túrbó kom í gær í heimsókn og við telfdum aðeins í gær og einvígið endaði 6-0 fyrir Tryllinum og sagðist Beggi ætla að fara heim að æfa í tölvunni hehe …..
Tryllirinn er búinn að vera slappur sjálfur og er eingöngu á fljótandi fæði og reyni að koma með fréttir af hvernig gengur hérna.
Bið að heilsa í bili.
Með páverkveðju
Tryllirinn
21. apríl 2008
|
Emil Ólafsson |
Umræðan, Heilbrigði |
2 ummæli
Ég er búinn að vera á spítala síðan á þriðjudag eða miðvikudag. Er kominn í 120,2 kg í fötum sem gerir líklega um 119,5 kg í fötum. Fékk krampa og beit tvisvar í tunguna og hún bólgnaði þvílíkt upp og hef ekki getað borðað neitt er á fjótlandi fæði og sýklalyfjum 4x á sólarhring.
Ég er búinn að tefla mikið á meðan ég hef verið hérna inn á deild, gaman að því og í gær spilaði ég scrabble lenti að vísu í fjórða og neðsta sæti enda í fyrsta skipti sem ég fer í það. Bólgan á tungunni er farin að hjaðna smá vinstra megin vona að þetta fari að koma ég verð líklega um 115-117 kg þegar ég útskrifast heim.
Grétar til hamingju með 20 ára afmælið vinur minn.
Þegar ég verð orðinn góður þá fer ég á fullt í páverið og verð snöggur að fara í 100 kg í bekk, 200 kg í réttstöðu og 200 kg í hnébeygju allt miklu auðveldara þegar maður er orðinn léttari á sér..
Hef svosem ekki svo mikið að segja vildi bara láta vita af mér aðeins hérna. Skjóðan að minnka og kallinn verður sterkari eftir þessi áföll. Það sem drepur þig ekki gerir þig bara sterkari !!!!
með kveðju
Emil Tölvutryllir
20. apríl 2008
|
Emil Ólafsson |
Umræðan, Geðveiki, Kraftlyftingar, Dósasel, Heilbrigði, Skák |
5 ummæli
Það er búið að vera létt yfir mér í síðan í gærdag. Mér hefur sjaldan liðíð jafn vel undanfarin ár og greinilegt að lyfjabreytingin sem var gerð þegar ég var inn á geðdeild er að skila sér. Ég spilaði nokkra leiki í fifa 2008 við Ali í gær og hafði sigur í flestum tilvikunum en kallinn er að verða helvíti fær í þessum leik og það munar ekki miklu á okkur.
Ég vil þakka ykkur fyrir góð viðbrögð við seinustu færslu hjá mér og vona að það haldi áfram að streyma inn komment með jákvæða strauma.
Ég fór í vinnuna í morgun í fyrsta skipti í langann tíma og það gekk bara vel, skrapp síðan í Björgina og í Bónus með Steinunni. Rocky fór með okkur og hafði bara mjög gaman af bíltúrnum. Ég er að hugsa um að fara á eftir og þvo bílinn. Við tókum líka bensín í dag, fengum rétt um 20,60 lítra fyrir 3000 kallinn….. Vonandi munu mótmælin hafa þau áhrif að bensínið lækki eitthvað ekki veitir af.
Var líka að leika mér aðeins með handlóðin í Björginni, ætla að byrja á því að nota þau fyrsta mánuðinn áður en ég fæ mér kort í Massa, það eru líka tæki þar sem okkur sem erum félagar er frjálst að nota. Það er göngubretti þarna og ýmislegt fleira einnig.
Þessa stundina er ég mjög jákvæður og er að hugsa hvað ég get gert til þess að nýta mér þann jákvæða byr sem umlykur lifið núna en passa um leið að ofgera mér ekki.
Jákvæðir straumar fylla hugann
þunglyndið leggur á flótta frá mér
ég svíf um allt eins og flugan
og vona að þetta verði góður dagur hjá þér
Þetta ljóð lýsir því hvernig mér líður akkúrat núna…… JÁKVÆÐUR, ÁNÆGÐUR OG BJARTSÝNN !!!!
14. apríl 2008
|
Emil Ólafsson |
Umræðan |
10 ummæli
Í dag er ég 32 ára eða nánar tiltekið í kvöld klukkan 21.05. Tryllinum hafa borist símtöl með hamingjuóskum erlendis frá enda um mikilmenni að ræða. Það var farið í afmæliskaffi í Sandgerði í dag þar sem var fagnað afmælinu enda er gaman að hitta gott frændfólk sem hugsar hlýlega til manns.
Það stendur til að bæta sig vel á árinu og endilega þið sem viljið megið skrifa hamingjuóskir vegna tímamótanna hér fyrir neðan.
Ég búinn að eignast góða vinkonu :) :) :) Hún er allt sem maður þarf á að halda til þess að ganga vel í lífinu……..
13. apríl 2008
|
Emil Ólafsson |
Umræðan |
20 ummæli
Ég útskrifaðist í dag af spítalanum og er kominn heim í Keflavík. Mér líður alveg þokkalega núna og það eru núna bjartari tímar framundan. Síðan fer ég á mánudaginn aftur að vinna en á morgun er það Björgin og á laugardaginn líka. Í kvöld verður bara legið í leti í góðu yfirlæti hjá bestu vinkonu minni henni Alvildu og hún er með góðann mat í tilefni dagsins að ég sé kominn heim af spítalanum.
Ég blogga líklega aftur í kvöld.
Hafið það gott guð blessi ykkur.
Með kveðju
Emil
10. apríl 2008
|
Emil Ólafsson |
Umræðan, Geðveiki, Heilbrigði |
7 ummæli
Ég er ennþá á spítalanum og dagarnir eru misjafnir. Það er verið að prófa ný lyf og ég er voðalega þreyttur oft á daginn. Kvöldin og ef ég er vakandi á nóttinni er erfiðast. En þetta hlýtur að hafast allt á endanum. Ég er að reyna að vera jákvæður en það gengur svona misjafnlega.
Annars fór ég og horfði á íslandsmót fatlaðra í páver í fylgd með begga túrbó. Vignir varði titilinn með 185-125-235 fimm íslandsmet hjá honum, glæsilegur árangur hann bætir sig á hverju mót.
Sveinbjörn var í öðru sæti með 120-100-180 eða 400 í samanlögðu glæsilegt hjá 76 kg skjóðu og þriðju var beggi túrbó með 160-105-210
bið að heilsa í bili.
Kveðja
Emil
7. apríl 2008
|
Emil Ólafsson |
Umræðan, Geðveiki, Heilbrigði |
3 ummæli
Ég er ennþá á spítalanum og líður svoina misjafn, kvöldin og nóttin eru verst. Reikna með því að vera allavega framyfir helgi hérna en það er víst bara þannig að það er tekinn einn dagur í einu. Nenni ekki að blogga meira núna.
3. apríl 2008
|
Emil Ólafsson |
Umræðan, Geðveiki, Kraftlyftingar |
3 ummæli
Er kominn inn á geðdeild núna eftir að hafa verið langt niðri undanfarna viku - 10 daga. Verð hérna á meðan ég er að jafna mig. Það á víst að endurskoða lyfin setja á meira róandi og geðlyf ….. ÞAÐ ER VERIÐ AÐ REYNA AÐ HEFTA BÆTINGARNAR GREINILEGA !!!!!!!!
ÞAÐ HEFUR ENGINN HEIMIL Á EMIL !!!!!! MUNIÐ ÞAÐ !!!!!!
kveðja
Tryllirinn
2. apríl 2008
|
Emil Ólafsson |
Umræðan |
6 ummæli