Emil bloggar

Það sem ekki drepur þig, gerir þig aðeins sterkari.

Skemmtilegt mót á Skaganum.

emil.JPG

Tryllirinn eftir mótið í dag.

beggi.JPG

Beggi Túrbó sigraði súperinn í dag

Það var skemmtilegt mót á skaganum í dag. Tryllirinn, Bætingar-Beggi, Hörður Harðviður og Anna flengmey Bætingar-Begga voru með í för. Tryllirinn var sóttur rétt fyrir tíu í morgun og síðan var haldið beinustu leið í sjoppu að fá sér að éta og síðan upp á Skaga. Við komin upp á Skaga um hálf eitt en vigtun var síðan hálftvö, að sjálfsöðu var étið áður en að vigtun kom á glæsistaðnum Skútunni.

Tryllirinn vigtaðist 128.0 kg en Beggi 149.0 kg. Með okkur í flokk var hrikaleg stórskjóða hinn 19 ára gamli Hilmar Halldóruson en hann vigtaðist 171 kg inn í flokkinn.

Í beygjunni fór Tryllirinn fyrst í 130 kg og var vafinn af mikilli kunnáttu af Herði Harðviði í öllum lyftunum. Það var aðeins og grunnt, þá var farið í 140 kg næst og var það fín lyfta. Í lokatilraun bað Tryllirinn um 170 kg !!!! Það var dæmt af 2-1 en dómurunum fannst það ekki nægilega djúpt en það voru misjafnir skoðanir um það. Það eru dómararnir sem dæma og auðvitað treystir maður þeim enda margreyndir toppdómarar hjá Kraft. Gengur bara betur næst.

Beggi tók 160 kg í beygjunni og Hilmar 140 kg.

Næst var það bekkurinn þar sem 70 kg fóru létt upp og pantaði Tryllirinn 85 kg næst en stoppaði ekki nægilega og það var dæmt af 2-1, síðan í þriðju tilraun var ekki lengur páver fyrir 85 kg lyftu og mistókst hún.

Beggi tók 120 kg í bekknum og Hilmar 100 kg.

Þá var það deddið og var fyrsta vigtin 160 kg tekin í en Tryllirinn gleymdi óvart að fara úr skónum og var lyftan því miklu hærri en hún hefði þurft að vera, hafðist þó á endanum, næst var farið í 175 kg og var hún léttari en 160 kg lyftan, síðan var góð tilraun við 200 kg og fór það hálfleið upp áður en hún mistókst.

Beggi tók 210 kg og Hilmar 220 kg gilt, en hann fór upp með 240 kg en fékk ógilt vegna þess að hann girti það upp. Hrikalegt efni hann Hilmar, bara búinn að æfa í 2 mánuði.

Beggi sigraði súperinn með 490 kg, Hilmar í öðru sæti með 460 kg og Tryllirinn í þriðja með 385 kg. Skemmtilegt mót og fyrir öllu að komast í gegnum það. Seinasta mót sem Tryllirinn keppti í öllum greinunum þremur var í Nóvember 2006 þannig að það var smá ryðgun í beygjunni.

Það koma video inn á mánudaginn.

Með bestu kveðju

Tryllirinn

30. mars 2008 | Emil Ólafsson | Umræðan, Kraftlyftingar | 3 ummæli