Emil bloggar

Það sem ekki drepur þig, gerir þig aðeins sterkari.

Tryllirinn varð fyrir fólskulegri árás !!!!!

mynd1.jpg
mynd2.jpg
mynd3.jpg

Tryllirinn varð fyrir fólskulegri árás að heimili sínu í Keflavík. Verður atburðarrásin hér rakin :

Tryllirinn var búinn að vera í heimsókn hjá vinafólki og kom heim til Alvildu í mat eftir það eins og venjan er. Þá sendir Imma skilaboð um að hún vilji koma og hitta Alvildu & Tryllirinn og lýgur einhverju að kærasta sínum

til þess að komast út því að hann hundeltir hana víst. Svo tekur Tryllirinn á móti Immu fyrir utan blokkina sem Alvilda býr í og það er farið inn og spjallað smá saman.

Að þessu loknu þá fara Tryllirinn og Imma heim til Tryllisins og fá sér að borða slátur og spjalla saman meira. Þá hringir Alvilda og segja að kærasti Immu ásamt kærasta móður Immu hafi dinglað til þess að leita að Immu en þeim hafði verið sent sms hvar Imma væri. Hún sendi sjálf að hún væri hætt með kærastanum sínum og var í heimsókn hjá Tryllinum.

Svo allt í einu þá er sparkað í hurðina hjá Tryllinum og barið fast og þegar Tryllirinn kemur til dyra þá er spurt hvort að Imma sé hjá honum og hreinskilnislega svarar Tryllirinn já og þá reynir kærasti Immu að ryðjast inn í íbúðina en Tryllirinn meinar honum aðgang og segir hingað inn kemurðu ekki en þú getur talað við Immu frammi, skiptir engu þá ráðast þeir báðir á Tryllinn í einu þessi 67 kg léttmoli sem kærasti Immu er og kærasti mömmu hennar Immu sem er líklega um 90 - 100 kg.

Það er helbratt niður tröppurnar hjá Tryllinum og hrindir hann kærastanum hennar Immu niður tröppurnar og sem betur fer fyrir hann þá er hann hávaxinn og rak höfuðið í áður en hann lenti í tröppunum en kærasti mömmu hennar Immu heldur áfram að ráðast á Tryllirinn. Eins og sést á myndunum þá er skurður rétt hjá vinstra gagnauga Tryllisins og tveir aðrir skurðir í andliti ásamt skurði á hægri hendi. Það veit ekki á gott að lenda í svona fólskulegri árás daginn fyrir mót.

Tryllirinn sagði að þau gætu útkljáð sín mál úti en ekki inn í íbúð Tryllisins síðan fór fólkið út og Tryllirinn hringdi í lögregluna sem kom og tók skýrslu af honum. Tryllirinn hefur ekki enn tekið ákvörðun hvort að hann ákæri þessa aumingja fyrir að ráðast að sér en það kemur allt saman í ljós. Segir ekki góður málsháttur ” Vægir sá er vitið hefur meira ” ?

28. mars 2008 | Emil Ólafsson | Umræðan, Geðveiki | 14 ummæli

Erfitt gærkvöld.

Gærkvöldið var erfitt og ég fór í slæmt þunglyndi. En sem betur fer á ég tryggann vin í hundinum mínum og góðum vinum sem hjálpuðu mér í gegnum það. Ég fór ekki í vinnuna í dag heldur í Björgina til þess að tala við starfsfólkið þar um hvernig mér líður en mæti svo hress að vanda í vinnuna á mánudaginn.

Síðan er mótið á morgun og hlakka ég mikið til. Bætingar-Beggi sækir mig snemma eða um tíu leytið og verður Hörður Harðviður með honum í för sem og Anna æðislega flengmey Bætingar-Begga. Hún mun verða myndasmiður á mótinu og hvetja okkur hetjurnar óspart til dáða.

Það er vigtun klukkan 12.30 í Íþróttahúsinu á Akranesi og síðan byrjar mótið klukkan 14.30, ég hlakka mikið til enda verður stuð á hóli á þessu móti sem er mitt fyrsta mót þar sem keppt er í öllum greinum síðan í Nóvember 2006. Fróðlegt verður að sjá í hvernig formi kallinn verður.

Með bestu kveðju

Tryllirinn

28. mars 2008 | Emil Ólafsson | Umræðan | 1 ummæli