Emil bloggar

Það sem ekki drepur þig, gerir þig aðeins sterkari.

Þyngingarprógrammið 2 vikur í 200 kg !!!!

myndir.jpg

Þá er páskahátíðin gengin í garð ásamt tilheyrandi áti. Tryllirinn gerði flengmey sína brjálaða með því að segja að hann væri kominn á þyngingarprógrammið ” 2 vikur í 200 kg ” en það var nú ekkert grín. Tryllirinn er yfirleitt í sínu besta formi þegar hann er svona 130-132 kg.

Það er ekki vitað nákvæmlega hvað skjóðan er þessa daganna en það er deginum ljósara að það munu hendast upp bætingar á næstunni. Tryllirinn í engu formi er að taka 80 kg á bekknum og á best 90 kg á kjötinu á móti því verður stútað allsnarlega. Kemur svo í ljós hvað það tekur langann tíma að stúta tvistinum í hnébeygju og deddinu.

Það var fín veisla hérna í gær þegar það kom mikið af gestum í gær hjá Alvildu. Það var ritz kex ásamt salati, smurt brauð, peruterta og með því. Að sjálfsögðu var tekið vel á átinu, í kvöld eru svo bjúgu með hvítri sósu og kartöflum og á morgun páskadag danskar svínalundir og ís í eftirmatinn ….. alvöru kokkur hún Alvilda :)

22. mars 2008 | Emil Ólafsson | Umræðan, Kraftlyftingar | 1 ummæli