Emil bloggar

Það sem ekki drepur þig, gerir þig aðeins sterkari.

Tvítugsafmælið hjá Önnu Sveinlaugs.

Við Ingunn skruppum í afmæli til Önnu frænku hennar í dag en hún er kærasta Begga Túrbó besta vinar míns. Það var hátt í 20 manns þarna en eftirtaldir voru þarna :

Beggi & Anna, Marta & Brandur , Hörður & Kristjana, Emil & Ingunn, Einar Árni & Gunna, Imma & Gummi, Kristján Karls, Gulli Hannesar, Tobba & Siggi R, Íris Ösp, Íris systir Begga, 2 frændur Begga, Foreldrar Begga ….

Þetta var glæsilegt partý og gaman að hitta alla krakkanna :) Það er svo gaman í góðra vina hópi. Ég át hrikalega af snakki og brauðtertum og kökum. Ég gef afmælinu 12 stjörnur af 10 mögulegum. Anna og Beggi takk kærlega fyrir okkur rosalega vel heppnað.

Með kveðju

Emil

16. mars 2008 | Emil Ólafsson | Umræðan | 6 ummæli