Smá æfing í gær og afmæli í dag.
Tryllirinn fór á æfing með Herði Harðviði í gær í Sandgerði. Þrátt fyrir að vera illt í öxlum, olnboga og vinstri fæti sökum þá var haldið á æfingu og engann aumingjaskap. Fyrst fór fram vigtun og var ég þar 124.8 kg en Hörður 89 kg.
Við byrjuðum á því að taka réttstöðulyftuna og var farið í 105 kg x5 til að byrja með síðan fór ég í 155 kg x1 og loks 175 kg x1 reyndi svo við 185 x1 en það mistókst.
[youtube=http://ie.youtube.com/watch?v=OnkSKMEVZT8]
Hörður tók 105 kg x2 , 155 kg x2, 175 kg x1 , 205 kg x1 og 227.5 kg x1 sem mistókst, síðan ætlaði Hörður að repsa 185 kg eins oft og hann gæti var búin með eina lyftu þegar bakið á honum fór í lás sterkasti fatlaði maður heims lá á gólfinu meiddur …..
Það lagaðist fljótlega samt en Hörður lyfti ekki meira. Ég fór í bekkpressuna og byrjaði á 65 kg x5, 75 kg x1, 80 kg x1 og reyndi við 85 kg en hafði það ekki …..
Ágætis æfing og sýnir að það er ennþá einhver styrkur í karlinum þrátt fyrir minnkandi skjóðu og engar æfingar í lagann tíma.
Anna kærasta Begga Túrbó á afmæli í dag og ég fer þangað með Ingunni í dag, en afmælið er frá 14 - 19 , blogga kannski um það í kvöld. Hafið það gott.
Með kveðju
Emil