Emil bloggar

Það sem ekki drepur þig, gerir þig aðeins sterkari.

Nóg að gera.

Ég fór í vinnuna í morgun eftir einn frídag vegna veikindanna þegar ég flaug á hausinn á mánudagskvöldið. Það var nóg að gera í dag og ég plummaði mig bara furðulega vel. Var í að telja og brjóta gler en er soldið þreyttur núna. Verð vonandi sprækari á morgun.

Núna er maður bara inn á facebook að leika sér, er meðal annars að tefla þar og er búinn með 5 skákir og hef unnið tvær en tapað þremur. Æfingin skapar meistarann segja þeir víst. Ég er núna bara að hvíla mig og hafa það gott. Er búinn að fara líka í tvö göngutúra með voffann min í dag.

Ef einhver vill tefla við mig þá endilega komið á þessa slóð http://apps.facebook.com/chessfb/menu.php?do=newGame&vs=590651278

Með kveðju

Emil

12. mars 2008 | Emil Ólafsson | Umræðan | 4 ummæli