Emil bloggar

Það sem ekki drepur þig, gerir þig aðeins sterkari.

Afslöppun um helgina.

beware_drunk_man.jpg

Í gær þá var ég að vinna til 11.30 eins og venjulega og það var mikið að gera, kom mikið af gleri inn þannig að ég var kominn með góðar harðsperrur eftir hádegi því að ég var ekki búinn að æfa lengi og fann fyrir axlapressunni frá daginn áður. Síðan fór ég í Björgina borðaði hádegismat þar og var til að verða hálf fjögur.

Ingunn er á Akureyri núna að heimsækja pabba sinn. Ég vona að hún hafi það gott þar fínt fyrir hana að komast aðeins norður því að það er langt síðan að hún hefur hitt fjölskylduna sína þar en hún kemur svo til mín um næstu helgi.

Ég fékk mér smá bjór í gær alveg einn og hálfann þvílíkur drykkjurútur sem ég er orðinn eða þannig. Allt í lagi að fá sér einstaka sinnum smá bjór ef maður fer ekki yfir strikið, en ég er ekkert svo mikið fyrir ölið.

Veit ekki alveg hvað ég geri í dag kemur bara í ljós, langaði bara til þess að skrifa smá til ykkar elsku lesendur mínir, þið eruð svo trygg og trú síðunni minni án ykkar væri hún ekki neitt !!!!

Guð veri með ykkur.

Með kveðju

Emil

8. mars 2008 | Emil Ólafsson | Umræðan | 4 ummæli