Mér líður betur núna :)
Mér líður betur í dag en undanfarna daga. Ég vaknaði að vísu í seinna fallinu í morgun en svaf mjög vel í nótt. Fór síðan upp í vinnu í Dósaseli og það var nóg að gera þar í að telja gler og plast síðan var ágætt að gera í að brjóta glerið líka. Bílinn kom frá Endurvinnslunni og við fylltum hann. Hann átti síðan að koma aftur eftir hádegi í dag og taka restina sem var í húsinu.
Minn akkileshæll í sambandi við vinnu hefur í gegnum tíðina verið sá að endast ekki lengi á sama vinnustað og ég veit ekki alveg útaf hverju það er. Líklega kemur margt til, meðal annars kvíði, láta aðra tjúna sig upp og æsa sig, áreyti frá öðrum starfsmönnum og árekstrar eða einfaldlega að fá leið á hlutunum.
Það horfir allt til betri vegar með þetta því að ég starfa núna á vernduðum vinnustað þar sem ég þrífst mun betur en annarsstaðar þar sem ég hef unnið. Ég er alveg hæstánægður og er að standa mig vel í vinnunni. Núna á laugardaginn verða 2 mánuðir síðan ég byrjaði og það er allt í blóma :) Ég ætla að halda upp á áfangann í góðra vina hópi. Ég hef lengst verið á sama vinnustað í 11.5 mánuði en það var hjá Íslandspósti 1999-2000 og ég er staðráðinn í að bæta metið mitt. Mér líður svo vel í Dósaseli að ég þrífst vel þar og þau eru ánægð með mig og mín störf líka. Það er gott að vinna þar sem manni líður vel og fólk kann að meta mann fyrir það sem maður er og að fá reglulega hrós fyrir vel unnin störf.
Ég tók smá á því í líkamsræktarherberginu í björginni í dag með handlóðunum ( 16 kg ) í hvora hendi tók það 10x , 8x, 8x , 4x upp fyrir höfuð. Það sýnir kannski að ég er ekki alveg dauður úr öllum æðum. Ég giska á að ég sé svona í kringum 123-124 kg núna, það er jákvætt á meðan ég stend í stað eða léttist. Ég er að stefa að fara niður í svona 95 - 115 kg það er nú annað en þau 148 kg sem ég var þegar ég var sem mest og bjó í Reykjavík ( Grafarvogi ) c.a. 2004-05 og ávann mér sykursýki 2.
Ég fékk góða heimsókn áðan en það er Jóhann fyrrverandi skólabróðir minn úr Iðnskólanum og frændi Alvildu. Hann stoppaði heima hjá Alvildu í rúma 2-3 klukkutíma og var mjög gaman að rifja upp gamla tíma. Rosalega er tíminn fljótur að líða í góðra vina hópi.
Hvernig líst ykkur lesendur góðir á jákvæðninni hjá mér í sambandi við vinnuna og allt það :) Endilega skrifið ykkar skoðun hérna fyrir neðan.
Megi guð vera með ykkur.
Bestu Kveðjur
Emil