Emil bloggar

Það sem ekki drepur þig, gerir þig aðeins sterkari.

Hress á ný.

Maður er orðinn hress á ný. Ég fór í vinnuna í morgun og það gekk vel enda nóg að gera. Það er allt annað líf þegar það er svona bjartara í veðri þá er maður ekki eins slæmur í þunglyndinu. Ég var miklu hressari en undanfarið í morgun og leið bara mjög vel.

Síðan fór ég eftir hádegi í björgina kom síðan heim um hálf fjögur. Er heima hjá Alvildu núna að bíða eftir matnum. Er með ferðatölvuna mína tengda hérna og er á facebook og að spjalla við fólk. Netið er lokað heima hjá mér þessa daganna þannig að það er mjög þægilegt að grípa bara tölvuna með sér :)

Ég hef verið að velta fyrir mér hvort að maður ætti að flytja eitthvað annað, kannski er grasið grænna hinum megin, hvað haldið þið ???

5. mars 2008 | Emil Ólafsson | Umræðan | 3 ummæli