Emil bloggar

Það sem ekki drepur þig, gerir þig aðeins sterkari.

Veikur ….. AFTUR !!!!

Maður er nú orðinn nettpirraður á ýmsu á þessum klaka þessi misserin. Ég er orðinn veikur aftur og i þetta skiptið er það ógurlegir magaverkir vægast sagt pirrandi og þess á milli klósettsetur. Ætla að fara til læknis á morgun því að ég hef líka verið með verki í rifbeinunum, gat meðal annars seinustu nótt ekki sofnað fyrr en um þrjú leytið fór nú samt í vinnu í morgun illa sofinn.

Ég fór með voffann í sína árlegu sprautu í dag og hann fékk líka ormalyf sem hann var ekkert of hress með og það þurfti tvær tilraunir til þess að fá hann til að kyngja töflunum en það hafðist allt á endanum, svo var fengið nýtt nafnspjald líka þannig að það er allt í mjög góðum málum núna.

Ég hangi endalaust inn á Facebook þessa daganna ýmislegt skemmtilegt í gangi þar. Skemmtilegt samfélag sem maður er partur af inn á þessu sniðuga vefsvæði. Ef þig lesandi góður langar til að kíkja á það láttu endilega verða af því.

Skrapp með Alvildu í göngutúr í dag. Fyrst fórum við til dýralæknisins þar sem ég fór með voffann í læknisskoðun á meðan hún fór í pólsku búðina, síðan fór hún í gjafavöruverslun, því næst var haldið í Dýrabúðina að kaupa hestakamb og þaðan fórum við síðan í Samkaup og síðan heim. Ég sofnaði um hálf sex leytið og vaknaði rétt um níu leytið. Er búinn að vera í tölvunni síðan en fer bráðum að sofa aftur ef heilsan leyfir.

Bið að heilsa í bili.

Guð veri með ykkur.

Með kveðju

Emil

4. mars 2008 | Emil Ólafsson | Umræðan | 4 ummæli