Rólegur sunnudagur.
Það verður að öllum líkindum bara rólegur sunnudagur í afslöppun hjá mér í dag. Ekkert spes á dagskránni. Ég vaknaði um hálf ellefu og henti í mig einum disk af korn flakes, er svo búinn að vera bara í tölvunni. Er ennþá brosandi yfir fræknum bikarsigri Vals í gær :)
Ég fer svo á morgun eða þriðjudaginn með voffann minn í sínar árlegu sprautur eftir vinnu og heimahjálpin kemur líka á morgun. Hlakka til að fara í vinnuna á morgun því að það er nóg af verkefnum í vinnunni sem þarf að sigrast á.
Er ennþá að velta fyrir mér hvort að ég sé endanlega hættur í lyftingunum eða ekki. Það mál er eiginlega bara í biðstöðu þessa daganna sökum andleysis…….
Jæja læt þetta gott heita í bili, vonandi hafið þið það öll bara sem best.
Með kveðju
Emil