Valur bikarmeistari í handbolta 2008.
Ég skrapp í bæinn í dag með vini mínum Begga Túrbó og kærustunni hans Önnu. Með okkur í för voru Kiddi Karls og Gulli Hannesar og fórum við fyrst um eitt leytið niður í vodafone höllina þar sem það var hátíð í tilefni dagsins, fríar grillaður pylsur meðal annars. Ég fékk mér fjórar og Beggi sjö. Síðan var feriðinni heitið á leik Vals og Fram í Laugardalshöllinni. Valsmenn voru 16-9 yfir í hálfleik og þrátt fyrir mjög grófann leik framarar ítrekað dugði það þeim ekki til sigurs og endaði leikurinn 30-26 fyrir Val og glæsilegur bikarsigur í höfn.
Til hamingju Valsmenn nær og fjær Bikarinn kominn heim á ný !!!!!