Emil bloggar

Það sem ekki drepur þig, gerir þig aðeins sterkari.

Skemmtilegt mót á Skaganum.

emil.JPG

Tryllirinn eftir mótið í dag.

beggi.JPG

Beggi Túrbó sigraði súperinn í dag

Það var skemmtilegt mót á skaganum í dag. Tryllirinn, Bætingar-Beggi, Hörður Harðviður og Anna flengmey Bætingar-Begga voru með í för. Tryllirinn var sóttur rétt fyrir tíu í morgun og síðan var haldið beinustu leið í sjoppu að fá sér að éta og síðan upp á Skaga. Við komin upp á Skaga um hálf eitt en vigtun var síðan hálftvö, að sjálfsöðu var étið áður en að vigtun kom á glæsistaðnum Skútunni.

Tryllirinn vigtaðist 128.0 kg en Beggi 149.0 kg. Með okkur í flokk var hrikaleg stórskjóða hinn 19 ára gamli Hilmar Halldóruson en hann vigtaðist 171 kg inn í flokkinn.

Í beygjunni fór Tryllirinn fyrst í 130 kg og var vafinn af mikilli kunnáttu af Herði Harðviði í öllum lyftunum. Það var aðeins og grunnt, þá var farið í 140 kg næst og var það fín lyfta. Í lokatilraun bað Tryllirinn um 170 kg !!!! Það var dæmt af 2-1 en dómurunum fannst það ekki nægilega djúpt en það voru misjafnir skoðanir um það. Það eru dómararnir sem dæma og auðvitað treystir maður þeim enda margreyndir toppdómarar hjá Kraft. Gengur bara betur næst.

Beggi tók 160 kg í beygjunni og Hilmar 140 kg.

Næst var það bekkurinn þar sem 70 kg fóru létt upp og pantaði Tryllirinn 85 kg næst en stoppaði ekki nægilega og það var dæmt af 2-1, síðan í þriðju tilraun var ekki lengur páver fyrir 85 kg lyftu og mistókst hún.

Beggi tók 120 kg í bekknum og Hilmar 100 kg.

Þá var það deddið og var fyrsta vigtin 160 kg tekin í en Tryllirinn gleymdi óvart að fara úr skónum og var lyftan því miklu hærri en hún hefði þurft að vera, hafðist þó á endanum, næst var farið í 175 kg og var hún léttari en 160 kg lyftan, síðan var góð tilraun við 200 kg og fór það hálfleið upp áður en hún mistókst.

Beggi tók 210 kg og Hilmar 220 kg gilt, en hann fór upp með 240 kg en fékk ógilt vegna þess að hann girti það upp. Hrikalegt efni hann Hilmar, bara búinn að æfa í 2 mánuði.

Beggi sigraði súperinn með 490 kg, Hilmar í öðru sæti með 460 kg og Tryllirinn í þriðja með 385 kg. Skemmtilegt mót og fyrir öllu að komast í gegnum það. Seinasta mót sem Tryllirinn keppti í öllum greinunum þremur var í Nóvember 2006 þannig að það var smá ryðgun í beygjunni.

Það koma video inn á mánudaginn.

Með bestu kveðju

Tryllirinn

30. mars 2008 | Emil Ólafsson | Umræðan, Kraftlyftingar | 3 ummæli

Enn um bætingarfóður.

Þá er klukkan orðin 1.15 og Tryllirinn þarf að vakna snemma á morgun en það er enn verið að raða í sig veitingunum það var áðan bónus pepperoni pizza og hálfur líter af súkkulaðiís og önnur pizza á leiðinni …. , skjóðuþyngdin verður líklega um 130 kg á morgun þegar vigtunin verður kl 12.30.

29. mars 2008 | Emil Ólafsson | Umræðan | 1 ummæli

Tryllirinn varð fyrir fólskulegri árás !!!!!

mynd1.jpg
mynd2.jpg
mynd3.jpg

Tryllirinn varð fyrir fólskulegri árás að heimili sínu í Keflavík. Verður atburðarrásin hér rakin :

Tryllirinn var búinn að vera í heimsókn hjá vinafólki og kom heim til Alvildu í mat eftir það eins og venjan er. Þá sendir Imma skilaboð um að hún vilji koma og hitta Alvildu & Tryllirinn og lýgur einhverju að kærasta sínum

til þess að komast út því að hann hundeltir hana víst. Svo tekur Tryllirinn á móti Immu fyrir utan blokkina sem Alvilda býr í og það er farið inn og spjallað smá saman.

Að þessu loknu þá fara Tryllirinn og Imma heim til Tryllisins og fá sér að borða slátur og spjalla saman meira. Þá hringir Alvilda og segja að kærasti Immu ásamt kærasta móður Immu hafi dinglað til þess að leita að Immu en þeim hafði verið sent sms hvar Imma væri. Hún sendi sjálf að hún væri hætt með kærastanum sínum og var í heimsókn hjá Tryllinum.

Svo allt í einu þá er sparkað í hurðina hjá Tryllinum og barið fast og þegar Tryllirinn kemur til dyra þá er spurt hvort að Imma sé hjá honum og hreinskilnislega svarar Tryllirinn já og þá reynir kærasti Immu að ryðjast inn í íbúðina en Tryllirinn meinar honum aðgang og segir hingað inn kemurðu ekki en þú getur talað við Immu frammi, skiptir engu þá ráðast þeir báðir á Tryllinn í einu þessi 67 kg léttmoli sem kærasti Immu er og kærasti mömmu hennar Immu sem er líklega um 90 - 100 kg.

Það er helbratt niður tröppurnar hjá Tryllinum og hrindir hann kærastanum hennar Immu niður tröppurnar og sem betur fer fyrir hann þá er hann hávaxinn og rak höfuðið í áður en hann lenti í tröppunum en kærasti mömmu hennar Immu heldur áfram að ráðast á Tryllirinn. Eins og sést á myndunum þá er skurður rétt hjá vinstra gagnauga Tryllisins og tveir aðrir skurðir í andliti ásamt skurði á hægri hendi. Það veit ekki á gott að lenda í svona fólskulegri árás daginn fyrir mót.

Tryllirinn sagði að þau gætu útkljáð sín mál úti en ekki inn í íbúð Tryllisins síðan fór fólkið út og Tryllirinn hringdi í lögregluna sem kom og tók skýrslu af honum. Tryllirinn hefur ekki enn tekið ákvörðun hvort að hann ákæri þessa aumingja fyrir að ráðast að sér en það kemur allt saman í ljós. Segir ekki góður málsháttur ” Vægir sá er vitið hefur meira ” ?

28. mars 2008 | Emil Ólafsson | Umræðan, Geðveiki | 14 ummæli

Erfitt gærkvöld.

Gærkvöldið var erfitt og ég fór í slæmt þunglyndi. En sem betur fer á ég tryggann vin í hundinum mínum og góðum vinum sem hjálpuðu mér í gegnum það. Ég fór ekki í vinnuna í dag heldur í Björgina til þess að tala við starfsfólkið þar um hvernig mér líður en mæti svo hress að vanda í vinnuna á mánudaginn.

Síðan er mótið á morgun og hlakka ég mikið til. Bætingar-Beggi sækir mig snemma eða um tíu leytið og verður Hörður Harðviður með honum í för sem og Anna æðislega flengmey Bætingar-Begga. Hún mun verða myndasmiður á mótinu og hvetja okkur hetjurnar óspart til dáða.

Það er vigtun klukkan 12.30 í Íþróttahúsinu á Akranesi og síðan byrjar mótið klukkan 14.30, ég hlakka mikið til enda verður stuð á hóli á þessu móti sem er mitt fyrsta mót þar sem keppt er í öllum greinum síðan í Nóvember 2006. Fróðlegt verður að sjá í hvernig formi kallinn verður.

Með bestu kveðju

Tryllirinn

28. mars 2008 | Emil Ólafsson | Umræðan | 1 ummæli

Bætingar Beggi.

Ég skrapp í bæjarferð í dag og Bætingar-Beggi mætti með bætingarfóður. Tryllirinn vigtast nú rétt rúm 128 kg og verður líklega í súpernum á Byrjendamótinu á laugardaginn. Það virðist vera að Tryllirinn verði í fantaformi þar og tölurnar 170 - 85 - 200 líklegar ef allt gengur að óskum.

Það verða tvö mót á rúmri viku en það er byrjenda og lágmarks mót kraft 29 mars upp á skaga og íslandsmót fatlaðra 5 apríl í laugardalshöllinni. Það verðurð bara gaman að þessu og gott að vera kominn í sportið á ný :)

með bætingarkveðju

Tryllirinn

27. mars 2008 | Emil Ólafsson | Umræðan, Kraftlyftingar, Heilbrigði | 2 ummæli

Bætingarfóðrið ……

hangikjot.jpg

Það verður nú að taka vel á fóðrinu ef það eiga að koma bætingar er ekki svo kæru lesendur ??? Svona verður tekið á fóðrinu fram á laugardag annað gengur ekki ef það á að nást einhver árangur á laugardaginn á byrjenda og lágmarksmóti KRAFT upp á Skaga.

25. mars 2008 | Emil Ólafsson | Umræðan, Heilbrigði | 7 ummæli

Vigtun í dag.

Tryllirinn fór í vigtun um hálf eitt leytið í dag og kemur bara helvíti vel undan páskunum en vigtin sagði 125,15 kg þannig að kallinn er í góðum málum fyrir Byrjenda og lágmarks mót kraft sem haldið verður næsta laugardag þann 29 upp á skaga. Tryllirinn er skráður þar í 125 kg flokk og ætti það ekki að vera neitt mál að halda sér í þeim flokki með því að hreyfa sig vel og éta skynsamlega þessa vikuna :)

24. mars 2008 | Emil Ólafsson | Umræðan | Engin ummæli

Tryllirinn í prófíl.

framan.jpg
bakid.jpg

Hérna eru myndir eins og Tryllirinn lítur út í dag, hvernig líst ykkur á bakið ????

24. mars 2008 | Emil Ólafsson | Umræðan | 9 ummæli

Ummálsmælingar 23.03.2008

Það var verið að ummálsmæla kallinn í kvöld. Fyrir forvitna þá eru ummálsmælingarnar hérna. Þyngdin verður síðan vigtuð á þriðjudagi..

 • Brjóstkassi 131 cm
 • Mitti 136 cm
 • Háls 49 cm
 • Læri 63 cm
 • Kálfar 44cm
 • Upphandleggur 39 cm
 • Þetta er þokkalega ásættanlegt nema að maður þarf að koma Kálfunum í 50 cm sem fyrst til að hjálpa til í beygjunum :)

  Með páverkveðju

  Emil

  23. mars 2008 | Emil Ólafsson | Umræðan | Engin ummæli

  Þyngingarprógrammið 2 vikur í 200 kg !!!!

  myndir.jpg

  Þá er páskahátíðin gengin í garð ásamt tilheyrandi áti. Tryllirinn gerði flengmey sína brjálaða með því að segja að hann væri kominn á þyngingarprógrammið ” 2 vikur í 200 kg ” en það var nú ekkert grín. Tryllirinn er yfirleitt í sínu besta formi þegar hann er svona 130-132 kg.

  Það er ekki vitað nákvæmlega hvað skjóðan er þessa daganna en það er deginum ljósara að það munu hendast upp bætingar á næstunni. Tryllirinn í engu formi er að taka 80 kg á bekknum og á best 90 kg á kjötinu á móti því verður stútað allsnarlega. Kemur svo í ljós hvað það tekur langann tíma að stúta tvistinum í hnébeygju og deddinu.

  Það var fín veisla hérna í gær þegar það kom mikið af gestum í gær hjá Alvildu. Það var ritz kex ásamt salati, smurt brauð, peruterta og með því. Að sjálfsögðu var tekið vel á átinu, í kvöld eru svo bjúgu með hvítri sósu og kartöflum og á morgun páskadag danskar svínalundir og ís í eftirmatinn ….. alvöru kokkur hún Alvilda :)

  22. mars 2008 | Emil Ólafsson | Umræðan, Kraftlyftingar | 1 ummæli

  Tryllirinn farinn að eltast við bætingar á ný …..

  Þá er komið að því að Tryllirinn fari að eltast við bætingar í páver á ný. Það besta sem hann hefur tekið á mótum eru eftirfarandi tölur :

  Hnébeygja : 187.5 kg ( Reykjavíkurmót fatlaðra 2006 )
  Bekkpressa : 90 kg á kjöti ( Reykjavíkurmót fatlaðra 2006 ) en 120 kg í bol á Íslandsmóti KRAFT í bekkpressu 2007
  Réttstaða : 217.5 kg á Íslandsmótinu í Réttstöðu 2006

  Metið í bekkpressunni á kjötinu fellur líklega fljótt en það þarf að vera duglegur að vinna í þessu öllu.

  Bætingarnar verða fljótar að koma :)

  20. mars 2008 | Emil Ólafsson | Umræðan | 1 ummæli

  Tryllirinn kominn á fullt á ný !!!!!!

  Tryllirinn er kominn á fullt á ný og páverandinn er kominn til baka til þess að vera !!!!!!!

  Það gæti vel verið að kallinn endi í súpernum á byrjenda og lágmarksmótinu hjá KRAFT þann 29 Mars í staðinn fyrir 125 kg flokkinn sem hann var skráður í enda var verslað í Bónus í dag fyrir 30 þúsund til þess að hafa almennilegt í matinn :) Ekki stækkar skjóðann af sjálfu sér eða hvað ????

  Tryllirinn verður ánægður ef hann kemst í gegnum byrjenda mótið en mesta hættan er jú sú að ná ekki nægjanlegri dýpt í beygjunum en þær hafa ekki verið teknar í háans herrans tíð….. Það er allavega lagt af stað með það í farteskinu að reyna að ná 150 - 80 - 190 sem myndi gera 420 kg í samanlögðu. Allt annað yrði plús :) :)

  Síðan er Íslandsmót fatlaðra í páver helgina 4-6 Apríl og að sjálfsögðu verður tekið vel á því þar líka :)

  Á innkauparlistanum var meðal annars svínalundir, lambabógur, nautatunga, bjúgu, ostur, síld, slátur og fleira góðgæti :) Allt þetta gefur vel ásamt æfingum sem hefjast fljótlega. Gymmið er lokað yfir páskanna þannig að það verður farið á smá æfingu á laugardaginn í Björginni og látið gott heita fyrir mótið. Beggi Túrbó vill víst að Tryllirinn verði með í súpernum kannski að hann sé ennþá sár eftir tapið á Íslandsmótinu í Bekkpressu 2007 ……

  Bið að heilsa ykkur í bili.

  Gleðilega Páska

  Með kveðju

  Emil Tölvutryllir

  19. mars 2008 | Emil Ólafsson | Umræðan, Kraftlyftingar | 4 ummæli

  Byrjenda og lágmarksmót KRAFT — UPPFÆRT –

  Þá er kallinn skráður á Byrjenda og Lágmarksmót KRAFT sem verður haldið á Akranesi þann 29 mars n.k. Það eru nú þegar skráðir 10 þátttakendur til leiks og vonandi verða þeir fleiri.

  Þeir sem eru komnir núna eru :

  Karlaflokkur :

  75.0 kg

  Þorri Pétur Þorláksson
  Hallgrímur Þór Katrínarson

  82.5 kg

  Þorsteinn Grétar Júlíusson
  Birgir Nikulásarson

  90.0 kg

  Bjarni Tryggvason
  Davíð Minnar Pétursson

  100.0 kg

  Sverrir Sigurðsson

  110.0 kg

  Hákon Hrafnsson

  125.0 kg

  Emil Nicolas Ólafsson
  Gísli Rúnar Víðisson

  125.0 + kg

  Kristbergur Jónsson
  Hilmar Halldóruson

  Kvennaflokkur :

  67.5 kg

  Thelma Ólafsdóttir

  Það er skráningarfrestur til 22 Mars n.k. Endanlegur listi mun vera birtur hérna á síðunni. Núna er Tryllirinn kominn í það að passa að sleppa inn í 125 kg flokkinn því að á föstudaginn vigtaðist kappinn 124.8 kg þegar farið var á æfinguna með Herði Harðviði. Það verður haldið vel á spilunum fram að móti og stefnan sett á að vera um 123 kg á mótsdegi.

  Planið er að fara í gegn með eftirfarandi seríur :

  Hnébeygja : 140 - 150 - 160
  Bekkpressa : 70 - 80 - 85
  Réttstöðulyfta : 160 - 180 - 190

  Samtals : 435 kg

  Hvernig líst ykkur á þetta lesendur góðir ????

  Með kveðju

  Emil Tölvutryllir

  17. mars 2008 | Emil Ólafsson | Umræðan, Kraftlyftingar | 5 ummæli

  Tvítugsafmælið hjá Önnu Sveinlaugs.

  Við Ingunn skruppum í afmæli til Önnu frænku hennar í dag en hún er kærasta Begga Túrbó besta vinar míns. Það var hátt í 20 manns þarna en eftirtaldir voru þarna :

  Beggi & Anna, Marta & Brandur , Hörður & Kristjana, Emil & Ingunn, Einar Árni & Gunna, Imma & Gummi, Kristján Karls, Gulli Hannesar, Tobba & Siggi R, Íris Ösp, Íris systir Begga, 2 frændur Begga, Foreldrar Begga ….

  Þetta var glæsilegt partý og gaman að hitta alla krakkanna :) Það er svo gaman í góðra vina hópi. Ég át hrikalega af snakki og brauðtertum og kökum. Ég gef afmælinu 12 stjörnur af 10 mögulegum. Anna og Beggi takk kærlega fyrir okkur rosalega vel heppnað.

  Með kveðju

  Emil

  16. mars 2008 | Emil Ólafsson | Umræðan | 6 ummæli

  Smá æfing í gær og afmæli í dag.

  emil-14032008.jpg

  Tryllirinn fór á æfing með Herði Harðviði í gær í Sandgerði. Þrátt fyrir að vera illt í öxlum, olnboga og vinstri fæti sökum þá var haldið á æfingu og engann aumingjaskap. Fyrst fór fram vigtun og var ég þar 124.8 kg en Hörður 89 kg.

  Við byrjuðum á því að taka réttstöðulyftuna og var farið í 105 kg x5 til að byrja með síðan fór ég í 155 kg x1 og loks 175 kg x1 reyndi svo við 185 x1 en það mistókst.

  [youtube=http://ie.youtube.com/watch?v=OnkSKMEVZT8]

  Hörður tók 105 kg x2 , 155 kg x2, 175 kg x1 , 205 kg x1 og 227.5 kg x1 sem mistókst, síðan ætlaði Hörður að repsa 185 kg eins oft og hann gæti var búin með eina lyftu þegar bakið á honum fór í lás sterkasti fatlaði maður heims lá á gólfinu meiddur …..

  Það lagaðist fljótlega samt en Hörður lyfti ekki meira. Ég fór í bekkpressuna og byrjaði á 65 kg x5, 75 kg x1, 80 kg x1 og reyndi við 85 kg en hafði það ekki …..

  Ágætis æfing og sýnir að það er ennþá einhver styrkur í karlinum þrátt fyrir minnkandi skjóðu og engar æfingar í lagann tíma.

  Anna kærasta Begga Túrbó á afmæli í dag og ég fer þangað með Ingunni í dag, en afmælið er frá 14 - 19 , blogga kannski um það í kvöld. Hafið það gott.

  Með kveðju

  Emil

  15. mars 2008 | Emil Ólafsson | Umræðan, Kraftlyftingar | 3 ummæli

  Nýja kærastan

  m34946f500001_1_21201.jpg


  Sorry stelpur ég er byrjaður með nýrri stelpu, hérna er mynd af henni. Við erum afar hamingjusöm saman enda heldur hún með rétta liðinu …..

  13. mars 2008 | Emil Ólafsson | Umræðan | 12 ummæli

  Frá vinnu fram á mánudag.

  Olnbogarnir og öxlin er ennþá að stríða mér þannig að það er komið í ljós að ég verð frá vinnu fram yfir helgi. Þetta er orðið ansi hvimleitt að missa úr vinnu eftir að detta svona, ég hef greinilega fengið slink á mig og það kemur svona eftir á. Ég ætla að reyna að fara í heita pottinn sjá hvort að ég skánni ekki aðeins en verð allavega heima fram á mánudag, er ekki alveg sáttur við það en svona er lífið maður verður víst að gera fleira en gott þykir

  13. mars 2008 | Emil Ólafsson | Umræðan | Engin ummæli

  Nóg að gera.

  Ég fór í vinnuna í morgun eftir einn frídag vegna veikindanna þegar ég flaug á hausinn á mánudagskvöldið. Það var nóg að gera í dag og ég plummaði mig bara furðulega vel. Var í að telja og brjóta gler en er soldið þreyttur núna. Verð vonandi sprækari á morgun.

  Núna er maður bara inn á facebook að leika sér, er meðal annars að tefla þar og er búinn með 5 skákir og hef unnið tvær en tapað þremur. Æfingin skapar meistarann segja þeir víst. Ég er núna bara að hvíla mig og hafa það gott. Er búinn að fara líka í tvö göngutúra með voffann min í dag.

  Ef einhver vill tefla við mig þá endilega komið á þessa slóð http://apps.facebook.com/chessfb/menu.php?do=newGame&vs=590651278

  Með kveðju

  Emil

  12. mars 2008 | Emil Ólafsson | Umræðan | 4 ummæli

  Flaug á hausinn !!!!!!!

  fall.jpg

  Þegar ég mætti til vinnu í gær þá var búið að kasta grjóti inn um einn glugga og það var risa grjóthnullungur ofan á einum dósapoka …… þetta er alvarlegur ósvífinn stórglæpur sem þarfnast refsinga við !!!!!!!!!!!!!!!

  Síðan flaug ég á hausinn í gærkvöldi alltaf jafn heppinn, fer ekki til vinnu vegna þessa í dag, er með verk í vinstri fætinum, olnboganum og í öxlunum þannig að í samráði við yfirmanninn hvíli ég mig í dag og kem á morgun í staðinn.

  Ég alltaf jafn heppinn ….. GRRRRRRRRRRRRRRRRRRRR !!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!

  11. mars 2008 | Emil Ólafsson | Umræðan | 7 ummæli

  Afslöppun um helgina.

  beware_drunk_man.jpg

  Í gær þá var ég að vinna til 11.30 eins og venjulega og það var mikið að gera, kom mikið af gleri inn þannig að ég var kominn með góðar harðsperrur eftir hádegi því að ég var ekki búinn að æfa lengi og fann fyrir axlapressunni frá daginn áður. Síðan fór ég í Björgina borðaði hádegismat þar og var til að verða hálf fjögur.

  Ingunn er á Akureyri núna að heimsækja pabba sinn. Ég vona að hún hafi það gott þar fínt fyrir hana að komast aðeins norður því að það er langt síðan að hún hefur hitt fjölskylduna sína þar en hún kemur svo til mín um næstu helgi.

  Ég fékk mér smá bjór í gær alveg einn og hálfann þvílíkur drykkjurútur sem ég er orðinn eða þannig. Allt í lagi að fá sér einstaka sinnum smá bjór ef maður fer ekki yfir strikið, en ég er ekkert svo mikið fyrir ölið.

  Veit ekki alveg hvað ég geri í dag kemur bara í ljós, langaði bara til þess að skrifa smá til ykkar elsku lesendur mínir, þið eruð svo trygg og trú síðunni minni án ykkar væri hún ekki neitt !!!!

  Guð veri með ykkur.

  Með kveðju

  Emil

  8. mars 2008 | Emil Ólafsson | Umræðan | 4 ummæli