Emil bloggar

Það sem ekki drepur þig, gerir þig aðeins sterkari.

Vinna á morgun.

Þá er það ákveðið að láta reyna á það að fara í vinnuna á morgun. Var að tala við yfirmanninn minn símleiðis og hún vildi vita hvort að ég væri örugglega orðinn góður og ég sagðist telja það og vildi láta reyna á það að mæta á morgun enda orðið alltof langt síðan ég mætti seinast í vinnu eða seinastliðinn fimmtudag.

Á morgun er stór dagur en það er 1 árs brúðkaupsafmæli Alvildu & Ali. Ég óska þeim innilega til hamingju með þann áfanga og vona að þeir farnist vel í lífinu enda eru þau fallegt par og ná ótrúlega vel saman.

Ég vil óska aðdáendum Liverpool innilega til hamingju með glæsilegann sigur á Inter Milan þar sem Liverpool yfirspilaði andstæðinginn og sigraði sanngjarnt 2-0. Gefur okkur púlurum góða stöðu fyrir seinni leikinn á San Siro eftir 3 vikur. Það voru Dirk Kuyt og Steven Gerrard sem skoruðu mörkin á 85 og 90 mínútu. Marco Matterazzi fékk rautt eftir 30 mín fyrir 2 gul spjöld :)

með kveðju

Emil

19. febrúar 2008 | Emil Ólafsson | Umræðan, Dósasel | 5 ummæli

Ennþá veikur.

Maður er bara ennþá veikur heima en ég vonast til þess að geta farið í vinnuna á morgun miðvikudag, þá er nærri því vika síðan ég veiktist. Ég varð veikur seinnipartinn seinasta fimmtudag. Það verður nú gott að vera laus við þennann helvítis flensuskít :)

Spádómurinn minn um sigur vesturstrandarinnar í stjörnuleiknum gekk því miður ekki eftir því að austrið vann leikinn 134-128 í leik þar sem Kobe Bryant spilaði aðeins 2 mín og 58 sek og tók ekki eitt einasta skot. Jæja vonandi gengur spádómurinn betur hjá mér næst.

Ég veit ekki alveg hvað ég verð að gera í dag, líklega bara heima og fer síðan í mat til Alvildu seinnipartinn maður verður jú að borða þótt að maður sé veikur.

19. febrúar 2008 | Emil Ólafsson | Umræðan | 1 ummæli