Emil bloggar

Það sem ekki drepur þig, gerir þig aðeins sterkari.

Rykið dustað af lyftingarstönginni ….

power1.jpg

Tryllirinn hefur verið að íhuga hvort að hann eigi ekki að drullast til þess að reyna að æfa eitthvað smá og stilla upp á réttstöðumóti Massa í 125 kg flokki sem er 1 mars næstkomandi. Veit nú ekki alveg hvaða tölur eru raunhæfar þar en vonandi amk 160 kg, búinn að vera veikur og aumingjagangur í gangi. Það hefur bara ekki verið nein löngun til þess að æfa hvernig sem stendur á því…..

Það verður þá stefnt á að ná einni æfingu fyrir mótið sem er 1 mars næstkomandi. Endilega skrifið ykkar skoðun á því hvort að Tryllirinn ætti að stilla upp á þessu móti eða ekki ….

Með páverkveðju

Emil Tölvutryllir

17. febrúar 2008 | Emil Ólafsson | Umræðan, Kraftlyftingar | 11 ummæli

Læknavísindin á Íslandi storka örlögunum !!!!!

downs_syndrome.gif

Ég get ekki orða bundist af hneykslun minni yfir læknavísindunum á Íslandi. Eins og þið lesendur góðir hafið eflaust tekið eftir þá var umfjöllun í DV um helgina þar sem fram kom að síðan fósturskimun hófst á Íslandi árið 1999 hefur fóstrum með litningargalla eða það sem í daglegu tali er nefnt Downs Syndrome stórlega fækkað og síðan 2002 hafa aðeins 2 af 27 fóstrum fengið að lifa eftir að það kom í ljós að um litningargalla væri að ræða.

Mér finnst að læknavísindin séu að storka örlögunum með þessu. Þetta fólk er ekkert verra en hvað annað og í gegnum þátttöku mína í félagsstarfi hjá fötluðum í Tipp Topp þegar ég var búsettur í Reykjavík og síðar í gegnum Íþróttastarfsemi hjá fötluðum hef ég kynnst mikið af fólki með Downs Syndrome og þetta er ekkert verra fólk en aðrir og margir miklu betri en annað fólk.

Hver man ekki eftir Reyni Pétri sem labbaði hringinn í kringum landið árið 1986 til styrktar Sólheimum þar sem hann býr. Ég held að flestir sem eru komnir á fullorðinsaldur 30 ára og eldri muni eftir honum og þvílíkt þrekvirki sem þetta var hjá honum. Það væri ekki hvaða ófatlaður maður sem er sem gæti leikið þetta eftir.

Mér finnst að það sé verið að storka örlögunum með að skipta sér af nátttúrunni og vildi að það væri hægt að gera eitthvað í þessu. Ég þekki líka manneskju sem er með Downs Syndrome sem hefur bílpróf og vinnur 8 tíma á dag sem er meira en meðal annars ég hef getu til í dag. Þetta er bara fáránlegt og ég er bara REIÐUR YFIR ÞESSU !!!!!!!!

Þeir sem vilja vita meira um Downs Syndrome getið skoðað hérna inn á Wikipedia —– Downs Syndrome —–

17. febrúar 2008 | Emil Ólafsson | Umræðan | 7 ummæli

Djöfulsins flensa

Ég er orðinn nett pirraður á þessari djöfulsins flensu sem virðist engann endi ætla að taka. Er búinn að vera veikur síðan á fimmtudaginn og var í veikindafríi á föstudaginn og verð það líka á morgun. Ég má ekki vera að því að vera svona veikur er með skyldur gagnvart vinnunni, en það þýðir víst ekki að væla yfir þessu heldur bara að bíta á jaxlinn og vona að þetta gangi yfir sem fyrst.

Ég er að fara yfir til Alvildu eftir smástund að háma í slátur og kartöflumús. Veit ekki hversu mikil matarlystin verður og reikna með að fara snemma í háttinn í kvöld að lúlla. Fyrir utan þetta þá er allt ágætt að frétta.

Stjáni Beikon : Skilaboð til þín, endilega kíktu á síðuna hjá Alvildu http://alvilda.blog.is og kommentaðu þar hún er með skemmtilegt blogg eins og ég. Persónulegra finnst mér bloggið hennar betur skrifað en mitt, en það er náttúrlega bara persónubundið hvað fólki finnst í þeim málum eins og öðru.

Jæja ætla að fara að drulla mér yfir til þess að fá eitthvað í svanginn, maður læknast víst ekki á loftinu einu saman.

Eitt enn, hvernig haldið þið að stjörnuleikurinn í NBA fari í kvöld ??? Ég vona að vesturströndin vinni enda er liðið mitt Phoenix Suns í vesturströndinni.

Byrjunarliðin í kvöld :

Austurströndin :

Framherjar :

Kevin Garnett & LeBron James

Miðherji : Dwight Howard

Bakverðir : Jason Kidd, Dwayne Wade

Vesturströndin :

Framherjar :

Carmelo Anthony & Tim Duncan

Miðherji : Yao Ming

Bakverðir : Kobe Bryant & Allen Iverson

Ég spái 12 stiga sigri vesturstrandarinnar.

Bið að heilsa

Með kveðju

Emil

17. febrúar 2008 | Emil Ólafsson | Umræðan, Heilbrigði | 3 ummæli