Emil bloggar

Það sem ekki drepur þig, gerir þig aðeins sterkari.

Aðeins að skánna.

Heilsan er aðeins að skánna núna, fór í Bónus í dag og keypti slátur á 40 % afslætti það voru 5 keppir í því. Ég er um 125 kg þessa daganna og hugur minn er eins langt frá kraftasporti og hugsast getur. Langar bara ekkert til þess að æfa, einhvern veginn enginn áhugi til staðar.

Ísak vinur minn ætlar að byrja að lyfta aftur hjá ÍFR á mánudaginn eftir að hafa hætt í kórastarfinu í Iðnskólanum og óska ég honum alls hins besta í því sambandi. Mig minnir að hans bestu tölur eru bekkpressa : 80 kg , hnébeygja 80-90 kg og réttstöðulyfta 140 kg. Hlakka til þess að sjá hann bæta þessar tölur því að hann er hrikalegt heljarmenni sem ég hef mikla trú á.

Maður er búinn að vera eins og aumingi alla helgina slappur og ekki hægt að nota mann í nein verk. Hlýtur að skánna á morgun og að maður verði betur upplagaður þá. Annars var ég að hugsa um að spila kannski fifa 2008 við Ali eitthvað í kvöld og athuga hvort að ég nái að vinna hann svona slappur ??? Hvað haldið þið :) Ég mun birta úrslitin í mínu næsta bloggi hérna.

Bið að heilsa ykkur í bili elskurnar mínar.

Með kveðju

Emil

16. febrúar 2008 | Emil Ólafsson | Umræðan | 4 ummæli

Flensan.

sick-guy.gif

Ég fékk einhvern flensuskít seinni partinn á fimmtudaginn og versnaði yfir nóttina þanng að það varð ekkert úr vinnu á föstudaginn þar sem ég hafði ælt líka. Ætla að reyna að vera búinn að jafna mig á mánudaginn svo að ég komist til vinnu.

Þegar ég fæ flensu þá segir Alvilda að ég sé eins og ég sé að drepast og eigi mjög stutt eftir og geti ekkert gert …… Það er nú nokkuð til í því að þegar við karlmenn verðum veikir þá verðum við miklu minni í okkur en konurnar enda vil ég meina að þær séu með töluvert hærra sársaukaskyn og vanar allskyns óþægindum. Svona gengur lífið víst.

Ég vaknaði tvisvar í nótt alveg stíflaður af hor og náði varla andanum fyrst um hálf fjögur og síðan aftur um korter yfir átta. Er búinn að vera á fótum síðan. Svona er kæfisvefninn maður vaknar eftir ákveðinn tíma og getur bara ekki sofið lengur, svo er ég hnerrandi út í eitt síðan í gær, vona að það fari að losna eitthvað af þessu og ég komist í vinnuna á mánudaginn. Maður er jú á reynslutíma og það lítur ekki vel út ef maður er veikur. Ég geri mér fulla grein fyrir því að enginn er ómissandi í vinnu en ég vil geta mætt í vinnuna eins og allir aðrir, ekki vera einhver lasilíus heima fyrir.

Ég bið bara að heilsa ykkur öllum, blogga kannski aftur í dag.

Með kveðju

Emil

16. febrúar 2008 | Emil Ólafsson | Umræðan | 1 ummæli