Emil bloggar

Það sem ekki drepur þig, gerir þig aðeins sterkari.

Dugnaðarforkurinn Korntop !!!!

Stórvinur minn Magnús Korntop er að gerast dugnaðarforkur nú í ellinni og var í dag ráðinn til reynslu í 3 mánuði sem starfsmaður BYKO. Hann er víst í gamla starfinu mínu sem ég fékk ógeð á fyrir nokkrum árum. Vonandi gengur honum það vel. Ég hefði ekki trúað því áður fyrr að hann myndi fara að vinna á ný en kannski að hann sé orðinn blánkur, hver veit ????

Ég er líka að reyna að halda mínu striki varðandi mína vinnu í Dósaseli þar sem ég er á reynslutíma til 8 mars næstakomandi, þá verð ég búinn að vinna í Dósaseli í 2 mánuði. Held að það sé eftir 3 mánuði sem fyrirtækið þarf að láta mig vita hvort ég verði fastráðinn eður ei.

Semsagt við félagarnir erum orðnir algjörir dugnaðarforkar, það er af sem áður var þegar við vildum ekki heyra minnst á atvinnu. Svona breytist lífið og mennirnir með.

bið að heilsa

Kveðja

Emil

14. febrúar 2008 | Emil Ólafsson | Umræðan, Dósasel | 3 ummæli

Vinnan.

recycling-pic.jpg

Það var nóg að gera í vinnunni í dag og bara ágætt í dag. Ég er í björginni núna að bíða eftir samverustund sem byrjar um hálf þrjú leytið. Vonandi hafið þið það gott í dag eins og ég.

bið að heilsa í bili

kveðja

Emil

14. febrúar 2008 | Emil Ólafsson | Umræðan | Engin ummæli