Emil bloggar

Það sem ekki drepur þig, gerir þig aðeins sterkari.

Shaq kominn til Phoenix.

act_shaquille_oneal.jpg

Shaquille O’Neal er komin til Phoenix sem létu í staðinn Shawn Marion og Marcus Banks. Ég vil meina að með þessu þá hafi Phoenix sett seinasta púslið í liðið til þess að gera alvarlega atlögu að nba titilinum. Þeir hafa aldrei haft alvöru miðherja og loksins eru þeir komir með einn af fimm bestu miðherjum sögurnar. Shaq er einmitt maðurinn í að stoppa Tim Duncan og hina kallanna og fær þá Amare Stoudamire þá hjálp sem hann þarf til þess.

Að mínu áliti þá eru Boston Celtics & Detroit Pistons liðin sem munu berjast um það að komast í úrslitin frá austurströndinni en Phoenix Suns og ríkjandi meistarar frá San Antonio vesturstrandarmegin og hef það einnig á tilfinningunni að það lið sem sigrar þá baráttu vinni titilinn.

Spá Emils :

Pistons - Celtics = 4-3
Suns - Spurs = 4-3

Pistons - Suns = 3-4 í úrslitum og mun Shaq þá vinna sinn fimmta meistarahring. Fyrir er hann með 3 frá Lakers og einn frá Heat.

Lítum aðeins á mannskapinn sem Phoenix eru með :

Shaquille O’Neal
Leandro Barbosa
Raja Bell
Grant Hill
Sean Marks
Steve Nash
Brian Skinner
Eric Piatkowski
Amare Stoudamire
D.J. Strawberry
Alando Tucker.

Líklegt byrjunarlið :

Leikstjórnandi : Steve Nash
Skotbakvörður : Raja Bell
Miðherji : Shaquille O’Neal
Stór framherji : Amare Stoudamire
Lítill framherji : Boris Diaw

Bekkurinn :

Grant Hill
Leandro Barbosa
Sean Marks
Eric Piatkowski

Þannig að þið sjáið það eru 7 menn alveg þokkalegir og Sean Marks og Piatkowski báðir leikreyndir búnir að vera lengi í deildinni ættu að duga allt í lagi sem áttundi maðurinn. Hvað haldið þið, munu Suns fara alla leið.

Hlakka til að heyra álit á þessu :) :)

Með kveðju

Emil

13. febrúar 2008 | Emil Ólafsson | Umræðan, Íþróttir, körfubolti | 2 ummæli

Gengur vel í vinnunni.

positive.jpg

Það gengur vel í vinnunni hjá mér og það er hver dagur öðrum skemmtilegri og nóg að gera. Ég setti mér það markmið fyrir mánuðinn að mæta aldrei of seint þennann mánuðinn og missa ekkert úr. Í seinasta mánuði þá missti ég einmitt 1 dag úr vegna veikinda og 1 dag kom ég 30 mín of seint. Það á að gera betur núna og sýna það og sanna hvers maður er megnugur.

Ég var fyrst í einn mánuð til reynslu frá 8 janúar - 8 febrúar og síðan var ákveðið að framlengja það frá 8 febrúar - 8 mars, fæ vonandi að vita þá hvort að ég verði fastráðinn eða hvernig þetta verður allt saman. Ég er að vonast til þess að fá fastráðningu því að ég kann rosalega vel við þennan vinnustað, vinnuna og fólkið sem ég er að vinna með.

Ég fer síðan þrjá daga í viku í björgina sem er athvarf fyrir fólk með geðraskanir. Mér finnst mjög gott að koma þangað og það hjálpar mér að ná réttum tökum á tilverunni.

Ég hugsa að ferli mínum í kraftasporti sé lokið og að maður finni sér eitthvað annað við tímann að gera, kannski að maður fari að æfa skák á ný :) Ég vona að þið hafið það bara sem best dyggu lesendur og guð blessi ykkur öll.

Með kveðju.

Emil

13. febrúar 2008 | Emil Ólafsson | Umræðan, Björgin, Dósasel | Engin ummæli