Emil bloggar

Það sem ekki drepur þig, gerir þig aðeins sterkari.

Emil & Ingunn hætt saman ….

brotid-hjarta.jpg

Þá er það ljóst að samband Emils og Ingunnar er á enda. Fyrst kom sms í kvöld þar sem Ingunn sagðist vilja vera á lausu en að við yrðum samt sem áður vinir. Eftir spjall í síma þá var komist að þeirri niðurstöðu að þannig yrði málum háttað.

Sambandsslit þessi eru í góðu, það er bara þannig stundum að fólk nær ekki saman. Ég óska Ingunni alls hins besta í framtíðinni og við verðum vinir eftir sem áður. Við höfum átt góðar stundir saman og það hefur náttúrlega líka gengið á ýmsu en þannig er nú lífið.

Þessi kafli er að baki og næsti tekur við. Kæru vinir og aðdáendur mínir, endilega kommentið hérna fyrir neðan um þetta. Þessvegna ber ég ykkur fréttir þessar til þess að við getum átt jákvæðar umræður um málin.

Með kveðju

Emil

11. febrúar 2008 | Emil Ólafsson | Umræðan | 13 ummæli