Emil bloggar

Það sem ekki drepur þig, gerir þig aðeins sterkari.

Egyptar unnu Afríkumótið !

egypt.gif

Egyptar voru rétt í þessu að vera titilinn sinn á Afríkumótinu með 1-0 sigri á Kamerún, en markið kom upp úr hræðilegum mistökum Rigoberts Song, og skoruðu Egyptar 76 mínútu. Kamerúnar sóttu síðan látlaust í endann en allt kom fyrir ekki, það var einhver sem var að vaka yfir Egyptum og þeir náðu að verja titilinn.

10. febrúar 2008 | Emil Ólafsson | Íþróttir | 1 ummæli

Úrslitaleikurinn í Afríkukeppninni : Kamerún - Egyptaland

Kamerúnegypt.gif

Í kvöld verður úrslitaleikurinn í Afríkukeppninni í fótbolta og mætast þar Kamerún og Egyptaland. Núverandi meistarar eru Egyptar en þeir unnu Fílabeinströndina í vítaspyrnukeppni 4-2 þegar keppnin var seinast haldin árið 2006 í Egyptalandi.

Leikurinn verður sýndur í dag á Eurosport og hvet ég alla áhugamenn um knattspyrnu að horfa á hann. Egyptar ætla sér að vinna Afríkubikarinn í sjötta skipti sem yrði met en Kamerún mun gera sitt besta til þess að stöðva þau áform.

Egyptar hafa unnið afríkukeppninni fimm sinnum ( 1957, 1959, 1986, 1998 og 2006 ) á meðan Kamerún hafa unnið hana fjórum sinnum ( 1984 , 1988, 2000 og 2002 ).

Þetta verður spennandi leikur en mín spá er 3-1 fyrir Kamerún.

10. febrúar 2008 | Emil Ólafsson | Íþróttir | Engin ummæli

Hrikalegt veður.

vont veður

Maður er fyrir löngu búinn að fá nóg af veðrinu á þessu helvítis skeri og ekki bætir úr skák hvernig seinustu 2-3 vikur hafa verið þvílík ófærð, snjór útum allt, þunglyndið að drepa mann, hvasst og þar fram eftir götunum. Ég vona að þetta fari nú að skánna eða að maður flytur bara fljótlega af skerinu !!!!!

En svo að ég komi nú með góðar fréttir. Eins og þið vitið eflaust þá er ég búinn að vinna í 1 mánuði í Dósaseli í Keflavík sem er verndaður vinnustaður og góðu fréttirnar eru þær að ég verð annan mánuð til reynslu. Það er bara búið að vera svo lítið að gera að þau eru ekki alveg viss hvort að þau þurfi svona marga á morgnanna en ég vona bara það besta og geri mitt til þess að standa mig vel áfram.

Ingunn er búin að vera hjá mér um helgina og það gengur alveg ágætlega hjá okkur vona að þetta samband endist eitthvað því að það er svo leiðinlegt að vera einn, en það gæti líka verið gott að vera einn nema hvað maður yrði einmana þá. Við erum búin að vera saman síðan í október og margir hafa sagt þetta samband vera dauðadæmt frá upphafi en fyrir ykkur efasemdarfólk þá ætti það að gleðja ykkur að vita að við erum farin að skoða í kringum okkur eftir trúlofunarhringjum :)

Ég er byrjaður að tefla á fullu á ný eftir marga ára hlé og stefni að því að keppa kannski á þeim vettvangi eitthvað í framtíðinni ef til vill hjá Vin í Reykjavík en það er athvarf fyrir fólk með geðraskanir. Ég er samt ekki nógu sterkur í skákinni ennþá til þess að láta sjá mig þar. Það væri samt gaman að keppa í skák á ný eftir svona 15 - 18 ára hlé á keppni. Kannski kominn tími til þess að söðla um á ný enda hef ég mjög gaman af því að tefla.

Jæja bið að heilsa ykkur í bili er farinn að sofa núna

með kærri kveðju

Emil

10. febrúar 2008 | Emil Ólafsson | Umræðan | 3 ummæli