Emil bloggar

Það sem ekki drepur þig, gerir þig aðeins sterkari.

ný bloggsíða.

Þetta er fyrsta færslan mín hérna á blogginu. Mig langaði bara að breyta til og byrja að blogga hérna í staðinn fyrir að vera á hinum staðnum með bloggið mitt. Vonandi verður tekið ágætlega í þetta og að við getum átt skoðannaskipti hérna á síðunni allt á jákvæðu nótunum.

Ég mæli með að þið notið firefox til þess að skoða bloggsíðuna mína enda er það langbesti vafrarinn, þoli ekki internet explorer fæ alveg grænar bólur af honum. Svo er náttúrlega best að nota Ubuntu 7.10 eða einhverja aðra útgáfu af Linux í stað windows allt annað og betra að vinna með linuxinn en windowsið. Ég er með ubuntu á þessari tölvu núna og finn rosalega mikinn mun og gott að vera laus við hið þunglamalega ” Gluggar ” frá ofurmjúkt.

Ég bið bara að heilsa ykkur núna og vona að þið njótið vel og skemmtið ykkur að lesa þessa síðu í framtíðinni.

Með bestu kveðjum Emil.

7. febrúar 2008 | Emil Ólafsson | Umræðan | 4 ummæli