ÍR-ingar unnu í kvöld frækinn sigur á Fram í úrslitaleik Reykjavíkurmótsins í fótbolta með frábæru sigurmarki á 93 mínútu og var mér mjög skemmt við þau tíðindi fyrst að kærumál Vals á hendur KR vannst ekki.
Ég óska ÍR-ingum innilega til hamingju með titilinum enda er ég mun ánægðari að þeir fái dolluna en Fram hehehehe :)
28. febrúar 2008
|
Emil Ólafsson |
Umræðan, Íþróttir |
1 ummæli

Þar sem Guðrún Magnúsdóttir kommentaði að hún vildi sjá mynd af mér, þá skil ég hana mjög vel. Ég er langbestur og langflottastur en því miður fyrir hana þá er ég kominn í pásu frá stelpum. Fínt að vera bara einn og slappa af og njóta lífsins en hérna er myndin sem hún bað um.
Kveðja
Emil
27. febrúar 2008
|
Emil Ólafsson |
Umræðan |
6 ummæli
það var nóg að gera í vinnunni í dag sem er mjög gott. Miklu betra að hafa nóg að gera en að hafa ekkert að gera :) Er í björginni núna var að spila pool áðan :)
Annars bara lítið að frétta
Kveðja
Emil
25. febrúar 2008
|
Emil Ólafsson |
Umræðan |
1 ummæli

Konur fjær og nær, ég óska ykkur öllum innilega til hamingju með konudaginn. Vonandi hafið þið það gott í dag og að bóndinn dekri við ykkur því að þig eigið það svo sannarlega skilið elskurnar mínar.
24. febrúar 2008
|
Emil Ólafsson |
Umræðan |
5 ummæli
Ég fór með Herði Harðviði á bekkpressu æfingu í kvöld, þar sem hann var að lyfta en ég tók bara 60 kg 5 reps einu sinni á bekknum en Hörður tók eftirfarandi tölur :
70 kg 5×1
60 kg 5×4
80 kg 1×1
90 kg 1×1
92,5 kg 1×0 mistókst !
Það var nú ekki merkilegra en þetta.
kveðja
Emil
21. febrúar 2008
|
Emil Ólafsson |
Umræðan |
4 ummæli
Það gekk vel í vinnunni hjá mér í dag. Það var nóg að gera og ég var aðeins fyrr þreyttur en venjulega en það var bara fínt. Er búinn að vera í björginni síðan í hádeginu og spilaði pool við vini mína áðan, gekk ágætlega. Dagurinn búinn að vera fínn hingað til og gaman að hitta aðra. Verð samt ábyggilega þreyttur í kvöld.
Bið að heilsa
kveðja
Emil
20. febrúar 2008
|
Emil Ólafsson |
Umræðan, Björgin, Dósasel |
2 ummæli
Þá er það ákveðið að láta reyna á það að fara í vinnuna á morgun. Var að tala við yfirmanninn minn símleiðis og hún vildi vita hvort að ég væri örugglega orðinn góður og ég sagðist telja það og vildi láta reyna á það að mæta á morgun enda orðið alltof langt síðan ég mætti seinast í vinnu eða seinastliðinn fimmtudag.
Á morgun er stór dagur en það er 1 árs brúðkaupsafmæli Alvildu & Ali. Ég óska þeim innilega til hamingju með þann áfanga og vona að þeir farnist vel í lífinu enda eru þau fallegt par og ná ótrúlega vel saman.
Ég vil óska aðdáendum Liverpool innilega til hamingju með glæsilegann sigur á Inter Milan þar sem Liverpool yfirspilaði andstæðinginn og sigraði sanngjarnt 2-0. Gefur okkur púlurum góða stöðu fyrir seinni leikinn á San Siro eftir 3 vikur. Það voru Dirk Kuyt og Steven Gerrard sem skoruðu mörkin á 85 og 90 mínútu. Marco Matterazzi fékk rautt eftir 30 mín fyrir 2 gul spjöld :)
með kveðju
Emil
19. febrúar 2008
|
Emil Ólafsson |
Umræðan, Dósasel |
5 ummæli
Maður er bara ennþá veikur heima en ég vonast til þess að geta farið í vinnuna á morgun miðvikudag, þá er nærri því vika síðan ég veiktist. Ég varð veikur seinnipartinn seinasta fimmtudag. Það verður nú gott að vera laus við þennann helvítis flensuskít :)
Spádómurinn minn um sigur vesturstrandarinnar í stjörnuleiknum gekk því miður ekki eftir því að austrið vann leikinn 134-128 í leik þar sem Kobe Bryant spilaði aðeins 2 mín og 58 sek og tók ekki eitt einasta skot. Jæja vonandi gengur spádómurinn betur hjá mér næst.
Ég veit ekki alveg hvað ég verð að gera í dag, líklega bara heima og fer síðan í mat til Alvildu seinnipartinn maður verður jú að borða þótt að maður sé veikur.
19. febrúar 2008
|
Emil Ólafsson |
Umræðan |
1 ummæli

Tryllirinn hefur verið að íhuga hvort að hann eigi ekki að drullast til þess að reyna að æfa eitthvað smá og stilla upp á réttstöðumóti Massa í 125 kg flokki sem er 1 mars næstkomandi. Veit nú ekki alveg hvaða tölur eru raunhæfar þar en vonandi amk 160 kg, búinn að vera veikur og aumingjagangur í gangi. Það hefur bara ekki verið nein löngun til þess að æfa hvernig sem stendur á því…..
Það verður þá stefnt á að ná einni æfingu fyrir mótið sem er 1 mars næstkomandi. Endilega skrifið ykkar skoðun á því hvort að Tryllirinn ætti að stilla upp á þessu móti eða ekki ….
Með páverkveðju
Emil Tölvutryllir
17. febrúar 2008
|
Emil Ólafsson |
Umræðan, Kraftlyftingar |
11 ummæli

Ég get ekki orða bundist af hneykslun minni yfir læknavísindunum á Íslandi. Eins og þið lesendur góðir hafið eflaust tekið eftir þá var umfjöllun í DV um helgina þar sem fram kom að síðan fósturskimun hófst á Íslandi árið 1999 hefur fóstrum með litningargalla eða það sem í daglegu tali er nefnt Downs Syndrome stórlega fækkað og síðan 2002 hafa aðeins 2 af 27 fóstrum fengið að lifa eftir að það kom í ljós að um litningargalla væri að ræða.
Mér finnst að læknavísindin séu að storka örlögunum með þessu. Þetta fólk er ekkert verra en hvað annað og í gegnum þátttöku mína í félagsstarfi hjá fötluðum í Tipp Topp þegar ég var búsettur í Reykjavík og síðar í gegnum Íþróttastarfsemi hjá fötluðum hef ég kynnst mikið af fólki með Downs Syndrome og þetta er ekkert verra fólk en aðrir og margir miklu betri en annað fólk.
Hver man ekki eftir Reyni Pétri sem labbaði hringinn í kringum landið árið 1986 til styrktar Sólheimum þar sem hann býr. Ég held að flestir sem eru komnir á fullorðinsaldur 30 ára og eldri muni eftir honum og þvílíkt þrekvirki sem þetta var hjá honum. Það væri ekki hvaða ófatlaður maður sem er sem gæti leikið þetta eftir.
Mér finnst að það sé verið að storka örlögunum með að skipta sér af nátttúrunni og vildi að það væri hægt að gera eitthvað í þessu. Ég þekki líka manneskju sem er með Downs Syndrome sem hefur bílpróf og vinnur 8 tíma á dag sem er meira en meðal annars ég hef getu til í dag. Þetta er bara fáránlegt og ég er bara REIÐUR YFIR ÞESSU !!!!!!!!
Þeir sem vilja vita meira um Downs Syndrome getið skoðað hérna inn á Wikipedia —– Downs Syndrome —–
17. febrúar 2008
|
Emil Ólafsson |
Umræðan |
7 ummæli
Ég er orðinn nett pirraður á þessari djöfulsins flensu sem virðist engann endi ætla að taka. Er búinn að vera veikur síðan á fimmtudaginn og var í veikindafríi á föstudaginn og verð það líka á morgun. Ég má ekki vera að því að vera svona veikur er með skyldur gagnvart vinnunni, en það þýðir víst ekki að væla yfir þessu heldur bara að bíta á jaxlinn og vona að þetta gangi yfir sem fyrst.
Ég er að fara yfir til Alvildu eftir smástund að háma í slátur og kartöflumús. Veit ekki hversu mikil matarlystin verður og reikna með að fara snemma í háttinn í kvöld að lúlla. Fyrir utan þetta þá er allt ágætt að frétta.
Stjáni Beikon : Skilaboð til þín, endilega kíktu á síðuna hjá Alvildu http://alvilda.blog.is og kommentaðu þar hún er með skemmtilegt blogg eins og ég. Persónulegra finnst mér bloggið hennar betur skrifað en mitt, en það er náttúrlega bara persónubundið hvað fólki finnst í þeim málum eins og öðru.
Jæja ætla að fara að drulla mér yfir til þess að fá eitthvað í svanginn, maður læknast víst ekki á loftinu einu saman.
Eitt enn, hvernig haldið þið að stjörnuleikurinn í NBA fari í kvöld ??? Ég vona að vesturströndin vinni enda er liðið mitt Phoenix Suns í vesturströndinni.
Byrjunarliðin í kvöld :
Austurströndin :
Framherjar :
Kevin Garnett & LeBron James
Miðherji : Dwight Howard
Bakverðir : Jason Kidd, Dwayne Wade
Vesturströndin :
Framherjar :
Carmelo Anthony & Tim Duncan
Miðherji : Yao Ming
Bakverðir : Kobe Bryant & Allen Iverson
Ég spái 12 stiga sigri vesturstrandarinnar.
Bið að heilsa
Með kveðju
Emil
17. febrúar 2008
|
Emil Ólafsson |
Umræðan, Heilbrigði |
3 ummæli
Heilsan er aðeins að skánna núna, fór í Bónus í dag og keypti slátur á 40 % afslætti það voru 5 keppir í því. Ég er um 125 kg þessa daganna og hugur minn er eins langt frá kraftasporti og hugsast getur. Langar bara ekkert til þess að æfa, einhvern veginn enginn áhugi til staðar.
Ísak vinur minn ætlar að byrja að lyfta aftur hjá ÍFR á mánudaginn eftir að hafa hætt í kórastarfinu í Iðnskólanum og óska ég honum alls hins besta í því sambandi. Mig minnir að hans bestu tölur eru bekkpressa : 80 kg , hnébeygja 80-90 kg og réttstöðulyfta 140 kg. Hlakka til þess að sjá hann bæta þessar tölur því að hann er hrikalegt heljarmenni sem ég hef mikla trú á.
Maður er búinn að vera eins og aumingi alla helgina slappur og ekki hægt að nota mann í nein verk. Hlýtur að skánna á morgun og að maður verði betur upplagaður þá. Annars var ég að hugsa um að spila kannski fifa 2008 við Ali eitthvað í kvöld og athuga hvort að ég nái að vinna hann svona slappur ??? Hvað haldið þið :) Ég mun birta úrslitin í mínu næsta bloggi hérna.
Bið að heilsa ykkur í bili elskurnar mínar.
Með kveðju
Emil
16. febrúar 2008
|
Emil Ólafsson |
Umræðan |
4 ummæli

Ég fékk einhvern flensuskít seinni partinn á fimmtudaginn og versnaði yfir nóttina þanng að það varð ekkert úr vinnu á föstudaginn þar sem ég hafði ælt líka. Ætla að reyna að vera búinn að jafna mig á mánudaginn svo að ég komist til vinnu.
Þegar ég fæ flensu þá segir Alvilda að ég sé eins og ég sé að drepast og eigi mjög stutt eftir og geti ekkert gert …… Það er nú nokkuð til í því að þegar við karlmenn verðum veikir þá verðum við miklu minni í okkur en konurnar enda vil ég meina að þær séu með töluvert hærra sársaukaskyn og vanar allskyns óþægindum. Svona gengur lífið víst.
Ég vaknaði tvisvar í nótt alveg stíflaður af hor og náði varla andanum fyrst um hálf fjögur og síðan aftur um korter yfir átta. Er búinn að vera á fótum síðan. Svona er kæfisvefninn maður vaknar eftir ákveðinn tíma og getur bara ekki sofið lengur, svo er ég hnerrandi út í eitt síðan í gær, vona að það fari að losna eitthvað af þessu og ég komist í vinnuna á mánudaginn. Maður er jú á reynslutíma og það lítur ekki vel út ef maður er veikur. Ég geri mér fulla grein fyrir því að enginn er ómissandi í vinnu en ég vil geta mætt í vinnuna eins og allir aðrir, ekki vera einhver lasilíus heima fyrir.
Ég bið bara að heilsa ykkur öllum, blogga kannski aftur í dag.
Með kveðju
Emil
16. febrúar 2008
|
Emil Ólafsson |
Umræðan |
1 ummæli
Stórvinur minn Magnús Korntop er að gerast dugnaðarforkur nú í ellinni og var í dag ráðinn til reynslu í 3 mánuði sem starfsmaður BYKO. Hann er víst í gamla starfinu mínu sem ég fékk ógeð á fyrir nokkrum árum. Vonandi gengur honum það vel. Ég hefði ekki trúað því áður fyrr að hann myndi fara að vinna á ný en kannski að hann sé orðinn blánkur, hver veit ????
Ég er líka að reyna að halda mínu striki varðandi mína vinnu í Dósaseli þar sem ég er á reynslutíma til 8 mars næstakomandi, þá verð ég búinn að vinna í Dósaseli í 2 mánuði. Held að það sé eftir 3 mánuði sem fyrirtækið þarf að láta mig vita hvort ég verði fastráðinn eður ei.
Semsagt við félagarnir erum orðnir algjörir dugnaðarforkar, það er af sem áður var þegar við vildum ekki heyra minnst á atvinnu. Svona breytist lífið og mennirnir með.
bið að heilsa
Kveðja
Emil
14. febrúar 2008
|
Emil Ólafsson |
Umræðan, Dósasel |
3 ummæli

Það var nóg að gera í vinnunni í dag og bara ágætt í dag. Ég er í björginni núna að bíða eftir samverustund sem byrjar um hálf þrjú leytið. Vonandi hafið þið það gott í dag eins og ég.
bið að heilsa í bili
kveðja
Emil
14. febrúar 2008
|
Emil Ólafsson |
Umræðan |
Engin ummæli

Shaquille O’Neal er komin til Phoenix sem létu í staðinn Shawn Marion og Marcus Banks. Ég vil meina að með þessu þá hafi Phoenix sett seinasta púslið í liðið til þess að gera alvarlega atlögu að nba titilinum. Þeir hafa aldrei haft alvöru miðherja og loksins eru þeir komir með einn af fimm bestu miðherjum sögurnar. Shaq er einmitt maðurinn í að stoppa Tim Duncan og hina kallanna og fær þá Amare Stoudamire þá hjálp sem hann þarf til þess.
Að mínu áliti þá eru Boston Celtics & Detroit Pistons liðin sem munu berjast um það að komast í úrslitin frá austurströndinni en Phoenix Suns og ríkjandi meistarar frá San Antonio vesturstrandarmegin og hef það einnig á tilfinningunni að það lið sem sigrar þá baráttu vinni titilinn.
Spá Emils :
Pistons - Celtics = 4-3
Suns - Spurs = 4-3
Pistons - Suns = 3-4 í úrslitum og mun Shaq þá vinna sinn fimmta meistarahring. Fyrir er hann með 3 frá Lakers og einn frá Heat.
Lítum aðeins á mannskapinn sem Phoenix eru með :
Shaquille O’Neal
Leandro Barbosa
Raja Bell
Grant Hill
Sean Marks
Steve Nash
Brian Skinner
Eric Piatkowski
Amare Stoudamire
D.J. Strawberry
Alando Tucker.
Líklegt byrjunarlið :
Leikstjórnandi : Steve Nash
Skotbakvörður : Raja Bell
Miðherji : Shaquille O’Neal
Stór framherji : Amare Stoudamire
Lítill framherji : Boris Diaw
Bekkurinn :
Grant Hill
Leandro Barbosa
Sean Marks
Eric Piatkowski
Þannig að þið sjáið það eru 7 menn alveg þokkalegir og Sean Marks og Piatkowski báðir leikreyndir búnir að vera lengi í deildinni ættu að duga allt í lagi sem áttundi maðurinn. Hvað haldið þið, munu Suns fara alla leið.
Hlakka til að heyra álit á þessu :) :)
Með kveðju
Emil
13. febrúar 2008
|
Emil Ólafsson |
Umræðan, Íþróttir, körfubolti |
2 ummæli

Það gengur vel í vinnunni hjá mér og það er hver dagur öðrum skemmtilegri og nóg að gera. Ég setti mér það markmið fyrir mánuðinn að mæta aldrei of seint þennann mánuðinn og missa ekkert úr. Í seinasta mánuði þá missti ég einmitt 1 dag úr vegna veikinda og 1 dag kom ég 30 mín of seint. Það á að gera betur núna og sýna það og sanna hvers maður er megnugur.
Ég var fyrst í einn mánuð til reynslu frá 8 janúar - 8 febrúar og síðan var ákveðið að framlengja það frá 8 febrúar - 8 mars, fæ vonandi að vita þá hvort að ég verði fastráðinn eða hvernig þetta verður allt saman. Ég er að vonast til þess að fá fastráðningu því að ég kann rosalega vel við þennan vinnustað, vinnuna og fólkið sem ég er að vinna með.
Ég fer síðan þrjá daga í viku í björgina sem er athvarf fyrir fólk með geðraskanir. Mér finnst mjög gott að koma þangað og það hjálpar mér að ná réttum tökum á tilverunni.
Ég hugsa að ferli mínum í kraftasporti sé lokið og að maður finni sér eitthvað annað við tímann að gera, kannski að maður fari að æfa skák á ný :) Ég vona að þið hafið það bara sem best dyggu lesendur og guð blessi ykkur öll.
Með kveðju.
Emil
13. febrúar 2008
|
Emil Ólafsson |
Umræðan, Björgin, Dósasel |
Engin ummæli

Er ekki málið að elska bara stálið ??? Ég er farinn að halda það. Kannski að maður hefði gott að því að pumpa aðeins léttar þyngdir 1-2x í viku en ég er varla að nenna því að æfa fyrir keppni …..
Ég er búinn að ákveða að einbeita mér að vinnunni og láta lífið ganga sinn vanagang og vera bara kvenmannslaus í bili, en maður veit aldrei hvenær hin eina sanna leitar mann uppi. Hver veit kannski gerist það en það kemur þá bara í ljós.
Bið að heilsa
Kveðja
Emil
12. febrúar 2008
|
Emil Ólafsson |
Kraftlyftingar |
Engin ummæli

Þá er það ljóst að samband Emils og Ingunnar er á enda. Fyrst kom sms í kvöld þar sem Ingunn sagðist vilja vera á lausu en að við yrðum samt sem áður vinir. Eftir spjall í síma þá var komist að þeirri niðurstöðu að þannig yrði málum háttað.
Sambandsslit þessi eru í góðu, það er bara þannig stundum að fólk nær ekki saman. Ég óska Ingunni alls hins besta í framtíðinni og við verðum vinir eftir sem áður. Við höfum átt góðar stundir saman og það hefur náttúrlega líka gengið á ýmsu en þannig er nú lífið.
Þessi kafli er að baki og næsti tekur við. Kæru vinir og aðdáendur mínir, endilega kommentið hérna fyrir neðan um þetta. Þessvegna ber ég ykkur fréttir þessar til þess að við getum átt jákvæðar umræður um málin.
Með kveðju
Emil
11. febrúar 2008
|
Emil Ólafsson |
Umræðan |
13 ummæli

Egyptar voru rétt í þessu að vera titilinn sinn á Afríkumótinu með 1-0 sigri á Kamerún, en markið kom upp úr hræðilegum mistökum Rigoberts Song, og skoruðu Egyptar 76 mínútu. Kamerúnar sóttu síðan látlaust í endann en allt kom fyrir ekki, það var einhver sem var að vaka yfir Egyptum og þeir náðu að verja titilinn.
10. febrúar 2008
|
Emil Ólafsson |
Íþróttir |
1 ummæli