Emil bloggar

Það sem ekki drepur þig, gerir þig aðeins sterkari.

Úrslitin á Bjargarmótinu ….

Þá er Bjargarmótinu í skák lokið, það var glæsilegt mót og 16 þátttakendur og frábært mót. Róbert Harðarsson FIDE meistari var skákstjóri og við vorum með frábæra gestakeppendur en hérna koma svo úrslitin úr mótinu.

1-2 Róbert Harðarson og Gunnar Freyr Rúnarsson með 6.5 vinninga

3 Pálmar Breiðfjörð með 5 vinninga

4-7 Jón Birgir Einarsson, Björn Þorlákur Björnsson, Helgi Ágústson og Guðmundur Ingi Einarsson með 4 vinninga.

8-9 Emil Ólafsson og Arnar Valgeirsson með 3.5 vinninga

10-11 Björgúlfur Stefánsson og Hrafnhildur Gísladóttir með 3 vinninga

12-15 Kristinn Þór Elíasson, Stefán Halldórsson, Ingvar Sigurðsson og Hreiðar Antonson með 2 vinninga.

16 Gerður Gunnarsdóttir með 1 vinning

Þar sem Gunnar Freyr og Róbert voru gestaþátttakendur þá fékk Pálmar Breiðfjörð bikarinn og gull verðlaunin, Björn Þorlákur í öðru sæti og Helgi Ágústsson í þriðja sæti.

Þetta var mjög skemmtilegt mót og það hefur verið ákveðið að hafa þetta árlegann viðburð héðan í frá. Það koma myndir inn eftir helgi :)

Með kveðju

Emil

26. september 2008 kl. 12:51 | Emil Ólafsson | Umræðan | 1 ummæli

1 ummæli

  1. varstu að breyta útlitinu á síðunni? frekar óþæginlegt :S

    Ummæli eftir Stína | 26. september 2008

Lokað er fyrir ummæli.