Emil bloggar

Það sem ekki drepur þig, gerir þig aðeins sterkari.

Hver verður Íslandsmeistari á morgun ???

Það kemur í ljós á morgun hvort að Keflvíkingar verði Íslandsmeistarar í fyrsta skipti í 35 ár eða síðan í September 1973. Maður finnur fyrir stemmningunni hérna í Keflavík og það er ljóst að Keflvíkingar er með 2 stiga forustu og 1 mark í plús á markatölu en það koma Framarar í hörkuformi sem eru að berjast evrópusæti í heimsókn sem þýðir að þetta verður hörkuleikur og ekkert annað en sigur dugir fyrir bæði lið.

Á meðan á þessu stendur verða FH-ingar að sækja sigur í Árbæinn móti Fylkismönnum sem eru búnir að bjarga sér frá falli. Ef FH-ingar vinna ekki leikinn þá verða Keflvíkingar meistarar en ef keflavík og fram gera jafntefli og fh vinnur með 2 mörkum þá dugir það …… Þetta verður spennandi og ljóst að það eru ekki öll kurl komin til grafar fyrr en það verður blásið til leiksloka í bæði leik fylkis-fh og keflavíkur-fram :) Svona á þetta að vera spennandi til leiksloka !!!!!

26. september 2008 kl. 22:08 | Emil Ólafsson | Umræðan | Engin ummæli

Engin ummæli

Engin ummæli fram að þessu.

Lokað er fyrir ummæli.