Emil bloggar

Það sem ekki drepur þig, gerir þig aðeins sterkari.

Íslandsmeistarartitilinn innan seilingar hjá FH !!!!!

daisy3new.jpg

FH-ingar voru rétt í þessu að vinna glæsilegann sigur á liði Keflavíkur í Hafnarfirði. Nú munari aðeins 5 stigum á liðunum og eiga FH-ingarnir ennþá sjéns en þeir spila á Miðvikudaginn aftur í krikanum og að þessu sinni við Breiðablik, það verður ekki léttur leikur en vonandi vinna þeir hann. Eeff það gengur eftir þá mun ég mæta á völlinn og styðja FRAM til sigurs á Keflavíkurvellinum og vona að FH klári Fylki. Framarar verða að vinna lokaleikinn í Keflavík því að þeir eru jú að berjast fyrir evrópusætinu. Ég vil bara frekar að FH vinni deildina en Keflavík þótt ég búi í Keflavík. Mitt lið er búið að skíta upp á bak og ráma um miðja deild en það er jú Valur sem er mitt lið.

Með kveðju

Emil

21. september 2008 kl. 19:17 | Emil Ólafsson | Íþróttir | 4 ummæli

4 ummæli

 1. Þetta er besta mynd sem ég hefi séð lengi af þér Tryllir sæll!
  ———–
  Valur er nú fyrir ofan miðju er það ekki?…Þú mátt ekki halda með einhverju liði í Firðinum þótt Val takist ekki að verja titilinn. Úr því sem komið er vona ég að Keflavík hafi þetta.

  KV.Sir Cat

  Ummæli eftir Sir Magister | 21. september 2008

 2. Sæll Magister Cat.

  Ég er nú ekki hættur að halda með Val og mun aldrei gera. Valur hefur því miður ekki varið titilinn í 40 ár og enginn breyting varð nú á …..

  Þetta er glæsileg mynd af mér rétt er það, settu nú góða mynd af þér Kisi !!!!

  Ummæli eftir Emil Ólafsson | 22. september 2008

 3. Eru Keflvíkingar ekki brjálaði út í þig Tryllir? Hugrakkur ertu Tryllir. Kef. tekur þetta nú samt, en þeir tapa fyrir Fram. FH klikkar á sínum leikjum. A.m.k í öðrum leiknum.

  Ummæli eftir gunz | 22. september 2008

 4. Jú jú Keflvíkingar eru ekki sáttir við að Tryllirinn sé Valsari …… Ef FH klárar Breiðablik þá heiti ég því að mæta á Keflavík-Fram og styðja Framara til sigurs !!!!!

  Ummæli eftir Emil Ólafsson | 22. september 2008

Lokað er fyrir ummæli.