Rigning og aftur rigning ….
Mikið finnst mér þessi rigning vera pirrandi. Ég byrjaði á því að fara í vinnuna í morgun og þegar ég tók strætó í vinnuna í morgun og steig út úr vagninum þá steig ég bein í poll !!!!! Ég blótaði í sand og ösku enda orðinn blautur í gegnum skónna og sokkanna strax áður en vinnan byrjaði……
Maður verður nú samt að reyna að líta á þetta allt með björtum augum og hlakka til þess sem verða vill í lífinu. Fyrir mér er þessi rigningarúði bara merki um að það er farið að hausta hérna á Íslandi en þetta er samt pirrandi eftir frábært sumar hérna í Keflavík.
Svo er Vinnan, Björgin og Boccia æfing á morgun hjá Nes nóg um að vera þannig að ég bið bara að heilsa ykkur öllum.
Guð blessi ykkur öll.
Með kveðju
Emil
Engin er verri þótt hann vökni emil minn ;)