Emil bloggar

Það sem ekki drepur þig, gerir þig aðeins sterkari.

Lífið er hverfult ….

Lífið er hverfult þannig er það nú bara. Það kom upp ákveðið ósætti milli mín og foreldra hennar Ingunnar. Málið var það að við tókum 3 lán á hennar nafni og þau voru svo viss um að ég ætti bara rétt pening fyrir mat þannig að það væri engin leið fyrir mig að borga þessi lán og komu heim til mín í gær ásamt Ingunni sem var þarna bara eins og illa gerður hlutur. Hún hafði ekkert um þetta að segja og þau tóku allt dótið sem við vorum búin að fá okkur þannig að ég ákvað að slíta trúlofuninni fyrst að þau létu svona við mig.

Ingunn vildi ekki að við myndum hætta saman en hún fékk engu um það ráðið. Svona er það víst bara lífið er ekki alltaf dans á rósum. Ég óska þér alls hins besta Ingunn mín og vona að þú finnir hamingjuna aftur. Þú ræður víst ekki yfir því að hafa svona foreldra ….

Með kveðju

Emil

3. september 2008 kl. 13:01 | Emil Ólafsson | Umræðan | 10 ummæli

10 ummæli

 1. Nei heyrðu mig nú Emil! Þetta gengur ekki upp og nú get ég ekki orða bundist. Hef fylgst með sigrum þínum og ósigrum hérna án þess að leggja orð í belg en nú get ég ekki þagað. Sko. Maður hættir ekki með kærustunni sinni þótt foreldrar hennar séu bjánar. Það er að segja ekki ef maður elskar hana í alvörunni. Og hlutir sem keyptir eru út á lán eru einskis virði samanborðið við það að hafa hjá sér manneskjuna sem maður elskar. Það hefur glatt mig mjög undanfarið að lesa um hversu hamingjan hefur leikið við ykkur parið og þú ferð nú ekki að láta þetta enda svona. Ætlarðu að láta einhverja fúla foreldra stía ykkur í sundur og leyfa Korntop að eiga the last laugh. Nei, góði minn. Be a man. Nú tekurðu þig saman í andlitinu, hringir í Immu og segir sorrý. Upp með hringana á ný! Þá verðið þið eins og Rómeó og Júlía og aldrei sætari. Elskist í óþökk ættingjana. Enginn veit hvað átt hefur fyrr en misst hefur kallinn minn og þá er ég ekki að tala um dauða hluti. Kipptu þessu í liðinn snarlega. Fram til sigurs!

  Ummæli eftir Tóti | 4. september 2008

 2. Sæll Tóti.

  Af hverju á ég að hringja í Immu ???? Það vorum ég og Ingunn sem vorum saman en ekki ég og Imma.

  Lífið heldur áfram og þessi sambönd eru að baki :)

  Ummæli eftir Emil Ólafsson | 4. september 2008

 3. Já Emil minn svona er þetta.
  Gastu ekki rætt við f.v tengdó ? Sko meina nú er Ingunn með fjárræði og sjálfræði ekki satt ?

  Og hvað kemur þeim við hvað hún kaupir ?

  En það entist þó í 3 mán.

  Tek undir það Emil. Áfram Vegin.

  Ummæli eftir Isak | 4. september 2008

 4. Sæll Ísak.

  Jú Ingunn er með fjárræði og sjálfræði. Þetta er bara svona ég er að skoða hvernig ég get hagað mínu lífi á sem jákvæðastann hátt núna :)

  bið að heilsa

  kveðja

  Emil

  Ummæli eftir Emil Ólafsson | 4. september 2008

 5. Af hverju var Ingunn skrifuð fyrir öllum lánunum?..skiljanlegt kannski að foreldrarnir væru ekki ánægð með það….

  Ummæli eftir Sir Magister | 4. september 2008

 6. samhryggist með ingunni . foreldrar hennar eru ruglaðir og hálfgerðir asnar. ingunn er skást af þeim öllum en það er leiðinlegt að þið seuð hætt saman þið voruð svo sæt saman.

  Ummæli eftir annasv | 4. september 2008

 7. fara elska stöngina aftur beggi turbo vonandi góðri dömu næst helst útlenskri

  Ummæli eftir turboin | 5. september 2008

 8. Já.
  Mundu bara að taka 1 dag í einu. og ef það er of erfitt 1. klst, :) :)

  Eigðu góða helgi.

  Ummæli eftir Isak | 5. september 2008

 9. Borgar sig ekki að rugla fjármálunum saman. Ég og frúin erum t.d með sjálfstæðan fjárhag. Betra að blanda ekki foreldrunum í málið. Vonandi finnst farsæl lausn….Korntop má ekki fagna sigri…

  Ummæli eftir gunz | 5. september 2008

 10. Hmmm.. ég næ því ekki alveg afhverju þú sleist trúlofuninni fyrst að þau (foreldrar hennar) komu svona fram.. ef þú virkilega elskar Ingunni þá slíturu ekki trúlofunni af því að foreldrar hennar eru ósáttir við einhver lán.. fyrir utan að þá ertu bara búnað gera það sem þeim langaði..

  En ef þú ert alveg staðráðin í þessu, þá skaltu standa við það og hætta að hræra í þessu alltaf.. getur hvorki gert þér né ingunni það að hætta með, byrja með, hætta með, byrja með.. bara þegar það hentar..

  Farðu bara að vinna í þér sjálfum karl, enda komin tími á það ;)

  Farðu vel með þig.

  kv. Stína

  Ummæli eftir Stína | 7. september 2008

Lokað er fyrir ummæli.