Emil bloggar

Það sem ekki drepur þig, gerir þig aðeins sterkari.

Matarlystin komin í lag !!!!

sausage-merguez.jpg

Matarlystin er komin í fyrra horf hjá kallinum og nú fáið þið að heyra smá sögu af því :) Í gær var Tryllirinn í heimsókn hjá frænku sinni og það voru bjúgu í matinn ásamt uppstúf, kartöflum og grænum baunum. Ekki vantaði matarlystina hjá kallinum og skóflaði hann í sig þremur bjúgum með öllu tilheyrandi og skolaði þessu niður með einum lítra af vatni !!!!!

Síðan fór Tryllirinn í vinnuna í morgun og manneskjan sem er yfir var með það sama í matinn í gærkvöldi og þar voru 4 bjúgu í matinn fyrir 5 manns og fékk yfirmaðurinn algjört áfall yfir matarlystinni hjá kallinum. Þá fékk hún að heyra það að fjölskyldan hennar væru greinilega kveifar í áti !!!!!

Það er spurning hvort að skjóðan hjá Tryllinum verði fljótlega aftur 130 kg og að hann verði í súpernum fljótlega aftur. Allavega gott að matarlystin sé komin í lag.

emil32a.JPG

Að sjálfsögðu er Tryllirinn byrjaður að safna my name is earl skeggi :)

21. maí 2008 kl. 17:28 | Emil Ólafsson | Umræðan | Engin ummæli

Engin ummæli

Engin ummæli fram að þessu.

Lokað er fyrir ummæli.