Emil bloggar

Það sem ekki drepur þig, gerir þig aðeins sterkari.

Íslandsmeistararnir í djúpum …..

Ekki blæs byrlega fyrir Íslandsmeisturum Vals þessa stundina. Það virðast vera einhver álög á þeim að ná ekki að verja titilinn enda hefur þeim ekki tekist það í 40 ár. Að loknum 3 umferðum höfum við Valsmenn tapað tvisvar og bæði töpin hafa komið á útivelli. Fyrst töpuðum við 3-5 fyrir Keflavík í fyrstu umferð, síðan var spítt í lófanna og Grindvíkingar lagðir 3-0 en nú rétt í þessu vorum við að tapa 0-2 fyrir Fylkismönnum í Árbænum og annað tap staðreynd. 3 stig eftir 3 umferðir, algjörlega óásættanlegt !!!!!

Það er þó bót í máli að Þróttarar náðu óvæntu stigi móti FH með því að ná 4-4 jafntefli á sínum heimavelli glæsilegt hjá þeim. Keflavík vann HK á útivelli 2-1 eftir að hafa jafnað leikinn tíu mínútum fyrir leikslok og náðu að stela sigrinum með marki skömmu síðar og eru því komnir í 9 stig.

Leik Grindavíkur og Fjölnis er ekki lokið en staðan þar er núna 0-1 þegar 25 mínútur eru eftir.

Bið að heilsa í bili.

Kveðja

Emil

19. maí 2008 kl. 21:16 | Emil Ólafsson | Umræðan | Engin ummæli

Engin ummæli

Engin ummæli fram að þessu.

Lokað er fyrir ummæli.