Emil bloggar

Það sem ekki drepur þig, gerir þig aðeins sterkari.

Rólegur sunnudagur


Þetta er búinn að vera rólegur sunnudagur. Það var sofið út og vaknaði ég frekar seint eða kl 14.20 er búinn að vera síðan þá í heimsókn heima hjá Alvildu ásamt Ingunni. Hún fer með rútunni heim klukkan hálf átta enda vinna hjá okkur báðum á morgun.

Ég verð að vinna aukavakt á morgun í vinnunni þannig að ég fer ekki í Björgina á morgun. Það verður samt að passa skjóðuna að hún fari ekki yfir 120 kg en ég fer ekki á æfingu á morgun, fer á miðvikudaginn í staðinn. Verð að passa mig að ofgera mér ekki því að mér hættir til að fara of hratt í hlutina og síðan springur allt í höndunum á manni og maður fer alveg niður í svaka þunglyndi og allt ónýtt !!!!!

Það er kjúklingaréttur með baunum og hrísgrjónum í matinn hjá Alvildu í kvöld. Svona matur gefur kraft og er góður fyrir línurnar. Síðan er ég duglegur að drekka vatn og topp / kristal maður sér fljótt mun á því.

Ég ætla að segja ykkur frá ónefndri manneskju sem ég talaði við í gær. Hún sagði að útaf því að ég hefði verið á geðdeild þá væri ég geðveikur !!!!! Og líka að ég væri alltaf að dópa !!!! Ég sagði við hana nú ??? Hvenær á ég að hafa verið að dópa …. Nú með lyfjunum sem læknarnir láta þig hafa. Ég útskýrði fyrir þessari fávísu manneskju að maður væri ekki settur á lyf nema að læknarnir teldu ástæðu til…..

Síðan hélt hún áfram og sagði að ég væri athyglissjúkur af því að ég hefði verið að skera mig til þess að fá athygli og komast inn á geðdeild sem síðan leiddi það af sér að allir yrðu pirraðir á mér. Ég benti henni aftur á að það gerði enginn svona viljandi og ég leitaði mér þó hjálpar annað en hún sjálf ( sem hún þarf vissulega á að halda, en ég ætla ekki að rekja þá sögu hér ).

Það er bara þannig að það er ekki hægt að hjálpa þeim sem ekki vilja hjálp og þessi ákveðna manneskja er alveg blind á það að kannski þurfi hún sjálf að hitta geðlækni og að maður þurfi ekki endilega að teljast “geðveikur” ef maður hittir lækni og reynir að verða sér út um hjálp hjá fagaðilum.

Svo mörg voru þau orð.

Guð blessi ykkur öll og hafið góða viku.

Með kveðju

Emil

18. maí 2008 kl. 18:21 | Emil Ólafsson | Umræðan, Geðveiki, Dósasel, Heilbrigði | 3 ummæli

3 ummæli

 1. hæ emil þu ert bara veikur og það er ekkert hægt við þvi að gera

  Ummæli eftir imma | 18. maí 2008

 2. hæ emil veistu hvað?þú ert ekki dópisti efur alltrei verið það.sumir taka of mikið lyf ef þau fynna eingra aðra lausn ef þeim liður illa rangt gera það taka mikið lyf.skera sig? fólk geri það ef þeim líður illa.sumir fá tilfigna dofa skera sig.það viss atygli taka of mikið lyf og skera sig.en folk er oft kala a hjalp með þessu.heyhey maður þarf ekkert endilega vera geðveikur á geðdeild?? stundum ef maður er með einvern vanlíða þarf maður fara á geðdeild marr þarf ekki endilega vera geðveikur??ég var geðdeild utaf smá þunglyndi?ég er ekki geðveik?þunglyndi er tákns um smá geðveiki?samt ég er ekki þunglynd i raun og veru?stundum ef maður att erfit lif utaf einverju getur marr fengið þunglyndi og það er eðlilegt?ég er ekki þunglynd eg mjog hress dugleg.ég er ekki þunglynd lengur.eg var það en ekki nuna vann mig úr því sjálf án lyfja.só þótt sumir þurfa vera lyf ?sumir þurfa lyf til liða betur.lyf eru ekki bara dóp lyf hjalpar folki.við erum bara heppin séu til lyf til hjalpa fölki?hvað ef það væri til eingin lyf?hvernig væri folk þá?eg neni ekki það umræðu efni.emil þú svo duglegur ekki láta neinn hrakka þig niður.plis gerðu það fyrir mig .ég þoli ekki fólk sem hrakka aðra niður.ef þetta var vinur?vinur seigi ekki svona við man.maður a loka á svona maneskju.ekki vil eg eiga vini sem halda ég sé geðveik þegar eg er það ekkki.vá só þótt marr væri kaski geðveikur .þá skiftir eingu eingin er eins.maður á koma vel fram við veik folk.það vil eingin vera veikur.þáð er ljot seigja við folk sem er veik á geði að það sé geðveikt eða eivnat.ég ef reyntar kaski einvetiman gert það er ekki saklaus.en eg er hætt þvi.maður á taka tiltil til fólk eins og það er.eingin er eins.allir eiga gott lif skilið.allir eiga sinn rétt.allir jafa sína tilfingar.eg þoli ekki fordoma og fáfræðslu. allt i lagi? eingin veit allt.ég þarf læra margt .ég veit ekki allt i heiminum.en eg reyni vera ekki með fordóma gegn neinum.ég vil alla vel.emil ekki lata folk lata þig liða illa..

  Ummæli eftir 32 a iris | 19. maí 2008

 3. hæ íris

  takk fyrir kommentið. ég er alveg hjartanlega sammála þér

  Ummæli eftir Emil Ólafsson | 19. maí 2008

Lokað er fyrir ummæli.