Emil bloggar

Það sem ekki drepur þig, gerir þig aðeins sterkari.

Smá harðsperrur.

Kallinn er með smá harðsperrur síðan í gær, en þær munu hverfa um leið og við Rocky förum út að labba á eftir. Það er síðan önnur æfing á morgun og svo helgarfrí ( göngutúrar um helgina ). Tryllirinn er ekki alveg ákveðinn hvort hann verður í 125 kg flokknum eða súpernum ( 125+ ) …..

Teygjutvisterinn vill hafa Tryllirinn 100 kg og að það verði tekin 100 kg í bekk þannig. Hver veit nema að það verði ??? Skjóðan er allavega búin að minnka töluvert síðan hún var 148 kg árið 2004-2005 og kallinn nánast óþekkjanlegur miðað við myndir sem eru til. Það er til mynd frá Héðinsmótinu 2004 þar sem kallinn er 137 kg rúm….

emil-2004.jpg

Hérna er Tryllirinn árið 2004 um 137 kg á Héðinsmótinu á Ólafsvík.

emil-2006.jpg

Hérna er svo Tryllirinn á Sterkasti Fatlaði Maður Heims árið 2006

emil-2007.jpg

Hérna er svo Tryllirinn á Sterkasti Fatlaði Maður Heims árið 2007 um 130 - 132 kg

tryllirinn1.jpg

Hérna er Tryllirinn að jafnhatta 65 kg á Sterkasti Fatlaði Maður Heims 2007

skjodan-15052008.JPG

Hérna er svo skjóðan á mynd tekinni í kvöld 119,6 kg :)

bakid.JPG

Hér er svo að lokum mynd af bakinu einnig tekin í kvöld.

Hvernig líst ykkur á umbreytinguna á kallinum ????

15. maí 2008 kl. 15:15 | Emil Ólafsson | Umræðan, Kraftlyftingar, Heilbrigði | 7 ummæli

7 ummæli

 1. Vá emil er orðinn hrikalegur eins og kraftajötunn.

  Ummæli eftir sæþór jensson | 15. maí 2008

 2. Flottar myndir :D

  Ummæli eftir Linda Ósk | 15. maí 2008

 3. Sælir.
  Mér skildist á fyrri bloggfærslum þínum að þú ætlaðir að minnka skjóðuþyngdina enn frekar, eru þau plön fyrir bí? Þú tekur þig vissulega vel út á þessum myndum en ég held að það væri hið besta mál að taka mataræðið í gegn, því lífið er ekki bara einn djúpsteiktur Boston kjúklingur út í gegn. Bæta á massann en ekki fitu.
  Gangi þér vel og by the way Emil hver er þessi Klara?
  Áfram veginn, Bergþóra.

  Ummæli eftir Bergþóra | 16. maí 2008

 4. UHH KROPPUR !!!!
  Líst vel á þig svona :)

  Haltu áfram að styrkja þig. og bæta :)

  Ummæli eftir Goalie Boy | 16. maí 2008

 5. Sæl Bergþóra.

  Ég hef ekki hugmynd um hver þessi Klara er. Ábyggilega bara einn af lesendum síðunnar.

  Ég er með mataræðið undir control og stefnan er að fara í amk 110 kg eða niður í 100 kg ef guð leyfir. Það er MJÖG langt síðan ég borðaði djúpsteikann kjúkling því að ég fæ mér yfirleitt grillaðann kjúkling eða í kjúkling í pottrétt þegar þannig ber að.

  Ég mun vigta mig á hverjum mánudegi þannig að það kemur í ljós hvernig gengur með skjóðuþyngdina en mér líður miklu betur svona léttari.

  Bið að heilsa í bili.

  kveðja

  Tryllirinn

  Ummæli eftir Emil Ólafsson | 16. maí 2008

 6. Karlinn flottur, augljóst að hinn mettaði flæðamassi hefur minnkað umtalsvert frá 2004. Karlinn á ótrauður að halda áfram í skurðinum og taka þátt í kreppu að ári.

  Ummæli eftir Páverinn | 16. maí 2008

 7. Lang flottastur! Karlinn ætti að prófa “kreppuna” við tækifæri.

  Ummæli eftir gunz | 18. maí 2008

Lokað er fyrir ummæli.