Emil bloggar

Það sem ekki drepur þig, gerir þig aðeins sterkari.

Annar í hvítasunnu.

Þá er kominn annar í hvítsunnu og maður svaf náttúrlega út ( vaknaði um tvö leytið ). Þetta er búin að vera fín helgi og mér finnst að ég sé að komast á rétt ról í lífinu eftir spítalavistina. Ég fer síðan í MASSA á miðvikudaginn og versla mér mánaðarkort þar og byrja að æfa eftir prógramminu frá Tvisternum.

Síðan fer ég að byrja að mála á striga á morgun líka í Björginni hlakka til að prófa það. Það er góð kona sem vinnur í Björginni sem aðstoðar okkur við þetta. Einhvernveginn þá hefur það vaxið mér í augum að mála en ég ákvað að telja í mig kjark og reyna allavega. Það verður spennandi að að sjá hvernig þetta gengur.

Á morgun verður hálftíma til klukkutíma göngutúr og síðan á miðvikudaginn þá verður smá æfing :

Hnébeygja: 3×15reps Byrja í 40kg, þyngja um 5kg á viku
Hallandi bekkur með handlóðum: 3×12reps Byrja á 12.5kg, þyngja um 2.5kg á viku
Stiff dedd: 3×8reps Byrja á 70kg, þyngja um 5kg á viku
Róður með handlóðum: 3×12reps Byrja á 20kg, þyngja um 2.5kg á viku

Það borgar sig að byrja ekki of geyst svo að maður gefist ekki upp en þetta er allt útpælt og ég ætti að vera kominn í toppstyrk á réttum tíma :)

Ég fékk góða svínasteik með puru í gær, tungan er komin í svona 90 % lag og maður er farinn að geta borðað almennilega aftur. Veit ekki alveg hvað skjóðan er þung en það kemur bara í ljós á miðvikudaginn þegar ég fer á æfingu í MASSA.

Bið að heilsa ykkur í bili elskurnar.

Með páverkveðju

Emil

12. maí 2008 kl. 15:26 | Emil Ólafsson | Umræðan, Kraftlyftingar, Heilbrigði | 3 ummæli

3 ummæli

 1. hæ emil gott du liður betur veit du getrur .þetta.ef eg get.eg er enþa koma mer fyrir no gera mer.eg með þessa siðu. nuna bloog.var prufa.en eg kann ekki adda þer eða neinum inna hana viltu kenna mer braðum a þessa siðu kv iris

  Ummæli eftir 32 a iris | 13. maí 2008

 2. Hvurslags !!!!!!!!!!!
  EKKERT BLOGG ??

  Ummæli eftir Goalie Boy | 14. maí 2008

 3. Hvað er að frétta af ástarmálunum Emil minn? Þau er svo hressandi hjá þér að maður verður eiginlega að fá að reglulega uppfærslu af gangi máli. Lýst vel á að virkja listræna hæfileika í Björginni. Verður þú síðan ekki bara með uppboð á afrakstrinum hér á blogginu? Gangi þér vel.
  Bestu kveðjur, Bergþóra.

  Ummæli eftir Bergþóra | 14. maí 2008

Lokað er fyrir ummæli.